Samkvæmt heimildum Sky Sports er Manchester United búið að samþykkja að greiða 41 milljón punda fyrir franska miðvörðinn og félagsskiptin munu ganga í gegn á næstu dögum, eftir að læknisskoðun fer fram.
Manchester United are preparing paperworks for Raphaël Varane. DONE deal as reported today - official announcement after details will be sorted. Fee around 50m.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 26, 2021
Here-we-go. #MUFC
Varane camp still waiting for quarantine rules - but he s expected to fly to England this week. https://t.co/YZbI2GzjRV
Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid síðan árið 2011 þegar hann kom frá franska liðinu Lens. Hann hefur leikið yfir 350 leiki fyrir Madrídinga og 79 A-landsleiki fyrir Frakka þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna heimsmeistaramótið árið 2018.
Manchester United lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili, 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City. United gekk á dögunum frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho og koma Varane sýnir okkur að liðið ætlar sér að berjast um stóru titlana á komandi tímabili.
Ef allt gengur eins og til er ætlast mun fyrsti keppnisleikur Varane í treyju Manchester United vera opnunarleikur félagsins á komandi tímabili þegar að Leeds United kemur í heimsókn á Old Trafford.