Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 14:29 Vivianne Miedema er komin með átta mörk á Ólympíuleikunum sem er met. getty/Francois Nel Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira