Varsla Hannesar á víti Messi borgar sig í kínverskum stórauglýsingum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2021 16:01 Hannes við gerð auglýsingarinnar í febrúar. mynd/Bernharð Kristinn Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikstjóri, fékk heilan helling af tilboðum um að leikstýra auglýsingum og fleiri verkefnum frá Kína eftir að auglýsing hans fyrir Coca-Cola var sýnd á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2018. Hann hefur að eigin sögn ekki haft tíma til að taka að sér slík verkefni síðustu ár, enda enn þá atvinnumaður í fótbolta, þar til nú nýlega að hann fékk tvö tilboð, átti lausan tíma og sló til. Aðra auglýsinguna gerði hann fyrir kínverska símaframleiðandann Xiaomi en hina fyrir risafyrirtækið Nongfu Spring. Það er eitt stærsta fyrirtækið í Kína og eigandi þess, Zhong Shanshan, er þriðji ríkasti maður Kína, samkvæmt lista Forbes í fyrra. Varan sem auglýst er fyrir Nongfu Springs er íþróttadrykkurinn Scream. Auglýsingin var frumsýnd á Evrópumótinu í sumar en hún er eingöngu fyrir kínverskan markað. Vegna lagalegra atriða má ekki sýna auglýsinguna utan Kína og því er hún ekki aðgengileg á netinu en Hannes gaf í dag út myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar. Það má sjá hér: En hvað er kínverskt risafyrirtæki að vilja með íslenskan landsliðsmarkvörð og leikstjóra? „Ég held að það sé bara út af því að ég varði víti frá Messi,“ segir Hannes Þór og hlær. „Nei, ég segi svona. En þessi auglýsing sem ég gerði fyrir Coke varð mjög vinsæl í Kína og ég held hún hafi orðið vinsælli því að það var landsliðsmarkvörður Íslands sem að gerði hana. Svo sprakk allt eftir leikinn við Argentínu.“ Hér má sjá auglýsinguna fyrir Coke, sem var sýnd á síðasta HM: Þá hafi tilboðum í verkefni farið að rigna yfir Hannes, sem hafði þá engan tíma í að sinna leikstjórnarstörfum í bili. En sá tími er hægt og rólega að verða til og vonast Hannes til að kínverski markaðurinn sé markaður sem hann geti sótt meira inn á á næstunni. Leikstjórn tekur við boltanum Hann er nú 37 ára gamall og farið að síga á seinni hlutann á hans fótboltaferli en hann er nú aðalmarkvörður hjá félaginu Val. Hvað tekur við eftir fótboltaferilinn? Leikstjórn? „Já, ég held að það sé engin spurning. Ég er búinn að vinna í þessu í fimmtán ár og þetta er það sem ég kann að gera fyrir utan það að standa í marki,“ segir Hannes. Hann leikstýrði nýlega sinni fyrstu kvikmynd, Leynilöggu, sem verður frumsýnd hér á landi 27. ágúst í Sambíóunum. Auglýsingin fyrir Nongfu Spring var tekin upp á Íslandi í byrjun febrúar en í henni leika nánast eingöngu íslenskir leikarar og er það tæknifólk sem kom að gerð hennar allt íslenskt. Hannes leikstýrir henni sem fyrr segir en nafni hans Hannes Þór Arason er yfir framleiðslu hennar. Ágúst Jakobsson tók hana upp og Jörundur Rafn Arnarson er svokallaður VFX supervisor og sér þannig um tæknibrellur hennar. Sambærilegt myndband um gerð hinnar auglýsingarinnar fyrir Xiaomi má sjá í tístinu: Having witnessed Nicolas (IG: nicolas_gaillard) fly over an active volcano, let's see how the incredible scenery was captured with the #RedmiNote10Series by another challenger, Icelandic filmmaker @hanneshalldors.Don't miss this behind-the-scenes #LiveForTheChallenge story! pic.twitter.com/dfKvYsLBxF— Xiaomi (@Xiaomi) July 6, 2021 Kína Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Hannes sá fyrsti til að verja víti frá Messi á stórmóti Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð í dag fyrsti markvörðurinn sem nær að verja víti frá Argentínumanninum Lionel Messi á stórmóti. 16. júní 2018 14:43 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Hann hefur að eigin sögn ekki haft tíma til að taka að sér slík verkefni síðustu ár, enda enn þá atvinnumaður í fótbolta, þar til nú nýlega að hann fékk tvö tilboð, átti lausan tíma og sló til. Aðra auglýsinguna gerði hann fyrir kínverska símaframleiðandann Xiaomi en hina fyrir risafyrirtækið Nongfu Spring. Það er eitt stærsta fyrirtækið í Kína og eigandi þess, Zhong Shanshan, er þriðji ríkasti maður Kína, samkvæmt lista Forbes í fyrra. Varan sem auglýst er fyrir Nongfu Springs er íþróttadrykkurinn Scream. Auglýsingin var frumsýnd á Evrópumótinu í sumar en hún er eingöngu fyrir kínverskan markað. Vegna lagalegra atriða má ekki sýna auglýsinguna utan Kína og því er hún ekki aðgengileg á netinu en Hannes gaf í dag út myndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð auglýsingarinnar. Það má sjá hér: En hvað er kínverskt risafyrirtæki að vilja með íslenskan landsliðsmarkvörð og leikstjóra? „Ég held að það sé bara út af því að ég varði víti frá Messi,“ segir Hannes Þór og hlær. „Nei, ég segi svona. En þessi auglýsing sem ég gerði fyrir Coke varð mjög vinsæl í Kína og ég held hún hafi orðið vinsælli því að það var landsliðsmarkvörður Íslands sem að gerði hana. Svo sprakk allt eftir leikinn við Argentínu.“ Hér má sjá auglýsinguna fyrir Coke, sem var sýnd á síðasta HM: Þá hafi tilboðum í verkefni farið að rigna yfir Hannes, sem hafði þá engan tíma í að sinna leikstjórnarstörfum í bili. En sá tími er hægt og rólega að verða til og vonast Hannes til að kínverski markaðurinn sé markaður sem hann geti sótt meira inn á á næstunni. Leikstjórn tekur við boltanum Hann er nú 37 ára gamall og farið að síga á seinni hlutann á hans fótboltaferli en hann er nú aðalmarkvörður hjá félaginu Val. Hvað tekur við eftir fótboltaferilinn? Leikstjórn? „Já, ég held að það sé engin spurning. Ég er búinn að vinna í þessu í fimmtán ár og þetta er það sem ég kann að gera fyrir utan það að standa í marki,“ segir Hannes. Hann leikstýrði nýlega sinni fyrstu kvikmynd, Leynilöggu, sem verður frumsýnd hér á landi 27. ágúst í Sambíóunum. Auglýsingin fyrir Nongfu Spring var tekin upp á Íslandi í byrjun febrúar en í henni leika nánast eingöngu íslenskir leikarar og er það tæknifólk sem kom að gerð hennar allt íslenskt. Hannes leikstýrir henni sem fyrr segir en nafni hans Hannes Þór Arason er yfir framleiðslu hennar. Ágúst Jakobsson tók hana upp og Jörundur Rafn Arnarson er svokallaður VFX supervisor og sér þannig um tæknibrellur hennar. Sambærilegt myndband um gerð hinnar auglýsingarinnar fyrir Xiaomi má sjá í tístinu: Having witnessed Nicolas (IG: nicolas_gaillard) fly over an active volcano, let's see how the incredible scenery was captured with the #RedmiNote10Series by another challenger, Icelandic filmmaker @hanneshalldors.Don't miss this behind-the-scenes #LiveForTheChallenge story! pic.twitter.com/dfKvYsLBxF— Xiaomi (@Xiaomi) July 6, 2021
Kína Auglýsinga- og markaðsmál Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44 Hannes sá fyrsti til að verja víti frá Messi á stórmóti Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð í dag fyrsti markvörðurinn sem nær að verja víti frá Argentínumanninum Lionel Messi á stórmóti. 16. júní 2018 14:43 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Sjáðu stjörnum prýdda auglýsingu markmannsins Þúsundþjalasmiðurinn og landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrði nýrri auglýsingu Coca-Cola, sem framleidd var fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu. 12. júní 2018 08:44
Hannes sá fyrsti til að verja víti frá Messi á stórmóti Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varð í dag fyrsti markvörðurinn sem nær að verja víti frá Argentínumanninum Lionel Messi á stórmóti. 16. júní 2018 14:43