Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:00 Allegri fagnar einum af fimm ítölskum meistaratitlum sínum hjá Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira