Hafnaði Real Madrid því hann elskar Juventus Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:00 Allegri fagnar einum af fimm ítölskum meistaratitlum sínum hjá Juventus. Valerio Pennicino/Getty Images Massimiliano Allegri sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Juventus í dag. Allegri er að taka við Juventus í annað sinn en hann hafnaði starfi hjá Real Madrid fyrir starf hjá þeim svarthvítu. Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri. Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Allegri tók við Juventus sumarið 2014 eftir að Antonio Conte yfirgaf félagið til að taka við ítalska landsliðinu. Hann stýrði liðinu í fimm tímabil og vann ítalska meistaratitilinn öll fimm árin auk þess að vinna fjóra bikartitla. Honum tókst hins vegar ekki að skila stærsta bikarnum í hús, Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að komast nærri því tvisvar og hljóta silfur 2015 og 2017 var Allegri látinn fara sumarið 2019 þar sem Juventus virtist vera að fjarlægjast það markmið. Allegri hefur verið án starfs síðan og hefur Juventus verið undir stjórn tveggja þjálfara Maurizio Sarri á þarsíðustu leiktíð og Andrea Pirlo í fyrra. Sarri var látinn fara þrátt fyrir að vinna deildina á sínu fyrsta ári en Pirlo mistókst það eftir að Juventus hafði unnið deildina níu ár í röð, er Inter Milan varð meistari í vor. Nú er Allegri snúinn aftur til félagsins en vill lítið láta uppi um Meistaradeildardrauginn. „Allir vilja vinna Meistaradeildina. Það þarf margt að smella til að takast það. Fyrsta markmiðið er að fara upp úr riðlinum.“ sagði Allegri í dag. Allegri kveðst hafa hafnað stóru tilboði til að taka við Juventus, og segist hafa hafnað Real Madrid í tvígang. Landi hans Carlo Ancelotti tók við liðinu af Zinedine Zidane í sumar eftir að Allegri hafði afþakkað starfið. „Sagði ég tvisvar nei við Real Madrid? Segjum já, sérstaklega í ár. Ég þarf að þakka forsetanum [Florentino Pérez]. Ég mat stöðuna og valdi Juventus. Það sýnir ást mína á félaginu sem hefur gefið mér svo mikið. Ég hef mikla trú á þessu liði, sem ég nýt mjög að stýra,“ sagði Allegri.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira