Innlent

Vísitölufjölskylda á Vesturlandi vann 80 milljónir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Hjón með tvö börn duttu heldur betur í lukkupottinn í síðustu viku þegar þau hrepptu 80 milljóna króna 2. vinning í Eurojackpot.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að hjónin, sem búi á Vesturlandi, hafi ekki ákveðið hvað gera eigi við peninginn. Þau voru hins vegar bæði glöð og ánægð þegar þau komu að sækja vinninginn.

„Ég kaupi stundum lottómiða í vinnunni í gegnum símann,“ sagði eiginkonan er hún kom og sótti vinninginn að því er fram kemur í tilkynningunni. 

„En gleymdi því í þetta sinn. Mundi svo allt í einu eftir því að kaupa miða þegar ég var að koma heim og ákvað að kaupa miðann þar sem ég stóð fyrir framan útidyrnar, áður en ég færi inn til mín svo ég myndi örugglega ekki gleyma því að vera með.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×