Lýsir dvöl á skemmtiferðaskipi eftir að smit kom upp: „Eftir hávaðarifrildi á íslensku snerum við aftur í skipið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 17:46 Gestir um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky voru skikkaðir til að halda sig um borð í skipinu, þrátt fyrir að enginn hafi greinst smitaður nema einn gestanna. Vísir/Vilhelm „Við vorum búin að keyra í nær klukkustund í fyrstu ferðinni þennan dag – gönguferð þar sem við áttum að læra um íslenskar þjóðsögur um álfa, huldufólk og tröll – þegar leiðsögumaðurinn tilkynnti að við þyrftum að snúa aftur í höfn. Covid-19 hafði greinst um borð í skipinu.“ Þetta skrifar Ashlea Halpern, ferðamaður sem var stödd um borð í skemmtiferðaskipi hér á landi, í bloggfærslu á Condé Nast Traveler. Hún, og aðrir farþegar skipsins voru stödd á Seyðisfirði um miðjan júlí þegar smit kom upp meðal farþega skipsins. Halpern lagði af stað í ferðina þann 10. júlí síðastliðinn með fjölda annarra Bandaríkjamanna. Hún lýsir því að ein af kröfum fyrir ferðina hafi verið sú að allir gestir væru fullbólusettir. Þrátt fyrir það hafi allir gestir farið daglega í PCR-próf fyrir Covid-19, allir gestir hafi verið hitamældir áður en þeir fóru inn á veitingastaði í skipinu, allir hafi þurft að bera grímur fyrir vitum innandyra og þau hafi öll fengið smitrakningartæki sem fylgdist með öllum þeirra ferðum, kæmi smit upp. Fyrst hafi verið haldið til Reykjavíkur, og þaðan var keyrt að Langjökli þar sem ferðamennirnir fengu að ganga inn í íshella og skoða jökulinn. Þaðan hafi verið haldið til Ísafjarðar, gengið að Dynjanda og svo til Akureyrar þar sem Bandaríkjamennirnir fengu að spóka sig um í lystigarðinum og njóta veðurblíðunnar. „Kvíðinn var áþreifanlegur“ Þaðan hafi verið haldið til Seyðisfjarðar og áttu gestir skipsins að ferðast um Austurlandið þegar kallið kom. Einn ferðamannanna hafði greinst með Covid-19. „Með hverri mínútunni sem leið fóru kjaftasögurnar að ganga. Hversu margir höfðu greinst smitaðir af Covid? Yrðum við skikkuð til að halda til í herbergjunum okkar og vera í einangrun í óákveðinn tíma eins og ferðamennirnir um borð í Diamond Princess í Yokohama á síðast ári? Hvað sem var að gerast, þá var það ekki gott. Kvíðinn var áþreifanlegur,“ skrifar Halpern. Nokkrum klukkutímum síðar fengu gestirnir að vita hvað var að gerast. Einn, fullbólusettur ferðamaður hafði greinst smitaður af Covid-19. Sá var skikkaður í einangrun í fyrir fram ákveðinni álmu í skipinu auk annars farþega sem var talinn útsettur fyrir smitinu. Sá sem reyndist smitaður fékk svo að ganga í landi í Reykjavík og klára einangrunina á farsóttahúsi. Smitrakningartækin voru skoðuð og enginn annar gestanna reyndist útsettur fyrir smitinu. Daginn eftir voru allir sendir í PCR-próf til öryggis og í ljós kom að enginn annar var smitaður af veirunni. „Við vorum að brjóta íslensk lög“ Landhelgisgæslan skipaði skemmtiferðaskipinu að yfirgefa Seyðisfjörð og svo var. Næsta dag lagði skipið að höfn á Djúpavogi og fengu gestir græna ljósið að fara frá borði. „Ég var ekki búin að ganga þrjá kílómetra í skipulagðri göngu um lúpínuakra þegar kallið kom. Leiðsögumaðurinn okkar fékk neyðarsímtal frá yfirmanninum sínum. Eftir hávaðarifrildi á íslensku tilkynnti hann að við ættum að snúa aftur í skipið – í þetta skipið var okkur sagt að við værum að „brjóta íslensk lög,“ skrifar Halpern. Hún segir að sóttvarnayfirvöld hafi gefið skemmtiferðaskipinu grænt ljós á að hleypa gestum í land en Landhelgisgæslan hafi ekki verið sammála. Ferðamennirnir hafi því neyðst til að snúa aftur um borð í skipið. Frá Djúpavogi hafi skipið haldið til Vestmannaeyja en þrátt fyrir að engin fleiri smit hafi greinst um borð hafi Landhelgisgæslan sent skýr skilaboð. Skipið skyldi snúa aftur til Reykjavíkur án tafar. „Og þar með var fríið okkar búið.“ Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17. júlí 2021 20:00 Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16. júlí 2021 15:53 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þetta skrifar Ashlea Halpern, ferðamaður sem var stödd um borð í skemmtiferðaskipi hér á landi, í bloggfærslu á Condé Nast Traveler. Hún, og aðrir farþegar skipsins voru stödd á Seyðisfirði um miðjan júlí þegar smit kom upp meðal farþega skipsins. Halpern lagði af stað í ferðina þann 10. júlí síðastliðinn með fjölda annarra Bandaríkjamanna. Hún lýsir því að ein af kröfum fyrir ferðina hafi verið sú að allir gestir væru fullbólusettir. Þrátt fyrir það hafi allir gestir farið daglega í PCR-próf fyrir Covid-19, allir gestir hafi verið hitamældir áður en þeir fóru inn á veitingastaði í skipinu, allir hafi þurft að bera grímur fyrir vitum innandyra og þau hafi öll fengið smitrakningartæki sem fylgdist með öllum þeirra ferðum, kæmi smit upp. Fyrst hafi verið haldið til Reykjavíkur, og þaðan var keyrt að Langjökli þar sem ferðamennirnir fengu að ganga inn í íshella og skoða jökulinn. Þaðan hafi verið haldið til Ísafjarðar, gengið að Dynjanda og svo til Akureyrar þar sem Bandaríkjamennirnir fengu að spóka sig um í lystigarðinum og njóta veðurblíðunnar. „Kvíðinn var áþreifanlegur“ Þaðan hafi verið haldið til Seyðisfjarðar og áttu gestir skipsins að ferðast um Austurlandið þegar kallið kom. Einn ferðamannanna hafði greinst með Covid-19. „Með hverri mínútunni sem leið fóru kjaftasögurnar að ganga. Hversu margir höfðu greinst smitaðir af Covid? Yrðum við skikkuð til að halda til í herbergjunum okkar og vera í einangrun í óákveðinn tíma eins og ferðamennirnir um borð í Diamond Princess í Yokohama á síðast ári? Hvað sem var að gerast, þá var það ekki gott. Kvíðinn var áþreifanlegur,“ skrifar Halpern. Nokkrum klukkutímum síðar fengu gestirnir að vita hvað var að gerast. Einn, fullbólusettur ferðamaður hafði greinst smitaður af Covid-19. Sá var skikkaður í einangrun í fyrir fram ákveðinni álmu í skipinu auk annars farþega sem var talinn útsettur fyrir smitinu. Sá sem reyndist smitaður fékk svo að ganga í landi í Reykjavík og klára einangrunina á farsóttahúsi. Smitrakningartækin voru skoðuð og enginn annar gestanna reyndist útsettur fyrir smitinu. Daginn eftir voru allir sendir í PCR-próf til öryggis og í ljós kom að enginn annar var smitaður af veirunni. „Við vorum að brjóta íslensk lög“ Landhelgisgæslan skipaði skemmtiferðaskipinu að yfirgefa Seyðisfjörð og svo var. Næsta dag lagði skipið að höfn á Djúpavogi og fengu gestir græna ljósið að fara frá borði. „Ég var ekki búin að ganga þrjá kílómetra í skipulagðri göngu um lúpínuakra þegar kallið kom. Leiðsögumaðurinn okkar fékk neyðarsímtal frá yfirmanninum sínum. Eftir hávaðarifrildi á íslensku tilkynnti hann að við ættum að snúa aftur í skipið – í þetta skipið var okkur sagt að við værum að „brjóta íslensk lög,“ skrifar Halpern. Hún segir að sóttvarnayfirvöld hafi gefið skemmtiferðaskipinu grænt ljós á að hleypa gestum í land en Landhelgisgæslan hafi ekki verið sammála. Ferðamennirnir hafi því neyðst til að snúa aftur um borð í skipið. Frá Djúpavogi hafi skipið haldið til Vestmannaeyja en þrátt fyrir að engin fleiri smit hafi greinst um borð hafi Landhelgisgæslan sent skýr skilaboð. Skipið skyldi snúa aftur til Reykjavíkur án tafar. „Og þar með var fríið okkar búið.“
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Landhelgisgæslan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17. júlí 2021 20:00 Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16. júlí 2021 15:53 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17. júlí 2021 20:00
Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri. 16. júlí 2021 15:53
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent