Stjörnufræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 22:30 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn numið ljósbylgur í svartholi. Getty Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol. Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Geimurinn Vísindi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bjartir blossar röntgengeisla sáust fyrir aftan risavaxið svarthol í miðju vetrarbrautar um 800 milljón ljósára í burtu frá okkur. Vísindamenn voru að rannsaka fyrirbæri sem kallast rosabaugur þegar sjónaukinn nam ljósbylgjur. Bylgjurnar voru veikari, minni og öðru vísi á litin en björtu röntgenblossarnir sem fyrst voru numdir. Blossarnir sem urðu til í vetrabrautinni voru svo skærir, að röntgengeislunin virkaði eins og ljóskastari sem lýsti á gas sem myndar skífu í kringum svarthol, einnig á gasið á fyrir aftan svartholið, þann hluta sem sést ekki beint. Vegna þess að svartholið sveigir og beygir geiminn er hægt að sjá endurkastið af ljósblossunum sem átti sér stað hinumegin frá, hlémeginn. Í þetta skiptið tókst að mæla bergmálið af ljósi sem skall á gas fyrir aftan svartholið, samkvæmt upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni stjörnufræðingi. Svartholið eru svo þungt að þau sveigja og beygja geiminn í kringum sig. Því má líkja við undinn þvottapokka. Ljósgeislar ferðast eftir sveigjunum eins og í linsu, svo það sem er fyrir aftan það getur birst okkur þótt svartholið byrgi okkur sýn, sé fyrir, að sögn Sævars Helga. Mælingarnar staðfesta lýsingar almennu afstæðiskenningarinnar á því hvernig þyngdarkrafturinn sveigir ljós í kringum svarthol. „Fyrir fimmtíu árum síðan, þegar stjörnufræðingar fóru að velta því fyrir sér hvernig segulsvið haga sér í nálægt svartholi höfðu þeir enga hugmynd um að einn daginn hefðum við tæknina til að sjá þetta og sjá afstæðiskenningu Einsteins með berum augum,“ segir Roger Blandford, einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindablaðinu Nature, og haft er eftir honum í frétt Guardian. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Sævari Helga Bragasyni, auk þess að fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira