Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 23:29 Ariel Henry vill blása til kosninga sem fyrst en það var einmitt ástæðan sem Moise tilnefndi hann í starfið, að hann sæi um framkvæmd kosninga. EPA-EFE/Orlando Barria Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar. Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar.
Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44