Ný bóluefni gegn delta eru okkar helsta von Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 12:27 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að líta kórónuveiruna sömu augum og venjulega inflúensuveiru, eins og menn höfðu vonast eftir að yrði staðan eftir að bólusetningum hjá meirihluta þjóðarinnar væri lokið. „Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sértæk bóluefni sem virka betur gegn delta. Sem virka álíka vel gegn delta eins og bóluefnin sem við eigum nú virkuðu gegn upphaflegu Wuhan-veirunni,“ sagði Kamilla á upplýsingafundi almannavarna í dag. Eins og greint hefur verið frá eru það heilbrigðisyfirvöldum mikil vonbrigði hve mikið verr bóluefnin virka á delta-afbrigði veirunnar en gert hafði verið ráð fyrir. Rannsóknir hafa þó bent til þess að tveir skammtar af bóluefni Pfizer virki best gegn afbrigðinu, 88 prósent vörn, og tveir skammtar af AstraZeneca virki einnig vel gegn því, veiti 67 prósent vörn. Talið er að einn skammtur af Jansen-bóluefninu veiti ekki nógu góða vörn gegn afbrigðinu og er fyrirhugað að gefa öllum þeim sem hafa fengið Jansen-bóluefnið á Íslandi annan skammt af Pfizer-bóluefninu strax í næsta mánuði. Ný afbrigði helsta áhyggjuefnið En þá er að vona að skæðari afbrigði komi ekki fram í bráð: „Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög útbreidd smit víða um heim, að það komi áfram fram ný afbrigði,“ sagði Kamilla á fundinum í dag. Þar viðrar hún sömu áhyggjur og Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, gerði nýlega: „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,“ var haft eftir henni í frétt The New York Times í vikunni. Kamilla vonar þó að þróun bóluefna fari einnig fram á næstunni og vonin stendur auðvitað til þess að nýtt sértækt bóluefni komi fram sem virkar vel gegn delta-afbrigðinu og vonandi þeim afbrigðum sem eiga eftir að koma fram síðar. „En við getum náttúrulega voðalega lítið sagt til um það hversu mikilli útbreiðslu þau [ný afbrigði] gætu mögulega náð eða hvernig bóluefnin sem við erum ekki einu sinni komin með gætu virkað gegn þeim,“ sagði Kamilla. „Þannig að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“ Hér er hægt að horfa á upplýsingafundinn í dag í heild sinni: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21 Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Það er í rauninni okkar helsta von að það komi sértæk bóluefni sem virka betur gegn delta. Sem virka álíka vel gegn delta eins og bóluefnin sem við eigum nú virkuðu gegn upphaflegu Wuhan-veirunni,“ sagði Kamilla á upplýsingafundi almannavarna í dag. Eins og greint hefur verið frá eru það heilbrigðisyfirvöldum mikil vonbrigði hve mikið verr bóluefnin virka á delta-afbrigði veirunnar en gert hafði verið ráð fyrir. Rannsóknir hafa þó bent til þess að tveir skammtar af bóluefni Pfizer virki best gegn afbrigðinu, 88 prósent vörn, og tveir skammtar af AstraZeneca virki einnig vel gegn því, veiti 67 prósent vörn. Talið er að einn skammtur af Jansen-bóluefninu veiti ekki nógu góða vörn gegn afbrigðinu og er fyrirhugað að gefa öllum þeim sem hafa fengið Jansen-bóluefnið á Íslandi annan skammt af Pfizer-bóluefninu strax í næsta mánuði. Ný afbrigði helsta áhyggjuefnið En þá er að vona að skæðari afbrigði komi ekki fram í bráð: „Það er bara hætt við því eins og staðan er núna, með mjög útbreidd smit víða um heim, að það komi áfram fram ný afbrigði,“ sagði Kamilla á fundinum í dag. Þar viðrar hún sömu áhyggjur og Rochelle Walensky, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, gerði nýlega: „Stóra áhyggjuefnið núna er að næsta afbrigði veirunnar sem kann að spretta upp - og gæti myndast eftir aðeins örfáar stökkbreytingar - geti komið sér undan þeirri vörn sem bóluefni okkar veita í dag,“ var haft eftir henni í frétt The New York Times í vikunni. Kamilla vonar þó að þróun bóluefna fari einnig fram á næstunni og vonin stendur auðvitað til þess að nýtt sértækt bóluefni komi fram sem virkar vel gegn delta-afbrigðinu og vonandi þeim afbrigðum sem eiga eftir að koma fram síðar. „En við getum náttúrulega voðalega lítið sagt til um það hversu mikilli útbreiðslu þau [ný afbrigði] gætu mögulega náð eða hvernig bóluefnin sem við erum ekki einu sinni komin með gætu virkað gegn þeim,“ sagði Kamilla. „Þannig að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta.“ Hér er hægt að horfa á upplýsingafundinn í dag í heild sinni:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21 Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30 Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31 Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Staðan í Bandaríkjunum varpar nýju ljósi á delta-afbrigðið Bandaríkjamenn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Íslendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 28. júlí 2021 14:21
Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. 23. júlí 2021 23:30
Delta-afbrigðið veldur usla víða um heim Delta-afbrigði Nýju kórónuveirunnar er skæðasta afbrigði veirunnar sem veldur Covid-19 og hefur að miklu leyti snúið baráttunni gegn faraldrinum á haus. Afbrigðið dreifist auðveldar manna á milli en bóluefni virðast veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum meðal smitaðra. 26. júlí 2021 21:31
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. 24. júlí 2021 23:30