Óskar Hrafn: Karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta Árni Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 20:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson fagnar í leikslok. vísir/hulda margrét Breiðablik vann frækinn sigur á Austria Wien fyrr í dag 2-1 og 3-2 samanlagt í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Óskar Hrafn Þorvaldsson gat verið ánægður með sína menn en þeir skiluðu mjög góðri frammistöðu sóknarlega í fyrri hálfleik og varnarlega í þeim seinni til að skila liðinu í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Óskar var spurður að því fyrst hverju hann þakkaði það að liðið hans væri komið áfram í keppninni. „Ég þakka þau bara leikmönnum og þjálfurum og öllum sem eru á bakvið tjöldin við að stjórna þessu liði. Liðið lagði hrikalega mikið á sig í þessum leik sem var leikur tveggja hálfleika. Við stjórnuðum þeim algjörlega í fyrri hálfleik en hleyptum þeim aðeins inn í leikinn í seinni hálfleik. Það eru ýmsir hlutir sem maður er kannski ekkert ánægður með en svo er það mikill karakter, dugnaður, samvinna, traust og vinátta sem gerir það að verkum að menn grafa dálítið djúpt til að klára leikinn þó að menn hafi verið orðnir þreyttir. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu hvernig það bar sig í þessar 90 mínútur sem leikurinn var.“ Gleðin var við völd hjá Blikum í leikslok.vísir/hulda margrét Austria Wien náði að liggja mikið á Blikum í lok leiks og var Óskar spurður út í það hvernig honum hafi liðið seinustu andartökin í leiknum. „Þær einkenndurst af því að maður beið eftir því að dómarinn myndi flauta leikinn af. Þeir náðu að ýta okkur langt niður og við komumst aldrei upp völlinn. Þær voru langar að líða en svo er það bara okkar að verða betri í því að stjórna leikjum þegar svona mikið er undir og lið henda öllu sem þeir eiga á okkur. Þá þurfum við að vera klókari í því að stjórna leikjunum betur.“ Sigurinn í kvöld skilar Blikum einvígi við Aberdeen frá Skotlandi og að lokum var Óskar spurður að því hvort hann væri með einhverja skoðun á því hvernig hann sæi það einvígi fyrir sér. „Ég er ekki byrjaður að hugsa um þá. Við eigum að ég held leik við Víkinga á mánudaginn sem er mjög erfiður leikur. Fókusinn er kominn á þann leik enda eitt af bestu liðum landsins. Mjög erfiðir andstæðingar. Við þurfum líka bara að passa okkur á að njóta þess að spila við frábæra andstæðinga á þriggja daga fresti það eru forréttindi.“
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Austria Vín 2-1 | Breiðablik sló út Austria Vín með stórkostlegri frammistöðu Breiðablik var rétt í þessu að slá út Austria frá Vínarborg 3-1 samanlagt í Sambandsdeild Evrópu. Virkilega góður fyrri hálfleikur og svo þéttur varnarleikur í þeim seinni skilaði þeim 2-1 sigri í dag og farseðilinn í næstu umferð. 29. júlí 2021 20:46