Kardináli ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 22:44 Theodore McCarrick á blaðamannafundi árið 2006. AP/J. Scott Applewhite Theodore McCarrick, fyrrverandi kardináli í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á táningsdreng árið 1974. Hann er sakaður um að hafa meðal annars káfað á sextán ára dreng og brotið gegn honum á annan hátt í nokkur ár. McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga. Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
McCarrick sem er 91 árs gamall og hafði áður mikil áhrif innan kaþólsku kirkjunnar, var sviptur embætti sínu af páfanum árið 2019. Þá hafði rannsókn Vatíkansins staðfest áratuga gamlan orðróm um að hann væri kynferðisbrotamaður og hefði brotið á börnum og fullorðnu fólki. AP fréttaveitan segir þetta í fyrsta sinn sem kardináli, starfandi eða ekki, sé ákærður fyrir kynferðisbrot í Bandaríkjunum. Rannsókn hófst eftir að lögmaður mannsins sendi bréf um ásakanirnar til saksóknara. Maðurinn sem McCarrick er sakaður um að hafa brotið á segir að árið 1974 hafi McCarrick verið prestur og í miklum samskiptum við fjölskyldu hans. Þegar bróðir mannsins var að gifta sig bað faðir hans McCarrick um að ræða við hann, því hann hafi verið að haga sér illa og neitað að mæta í kirkju. Maðurinn segir McCarrick hafa farið með sig í göngutúr þar sem hann káfaði á honum og seinna í brúðkaupsveislunni hafi hann brotið á honum inn í skáp. Brotin hafi haldið áfram næstu ár. Áðurnefnd rannsókn Vatíkansins leiddi í ljós að kirkjunni hefði borist ábendingar um möguleg brot McCarrick í það minnst frá árinu 1999. Biskupar, kardinálar og páfar höfðu gert lítið úr eða ýtt til hliðar ásökunum um kynferðisbrot en í skýrslu Vatíkansins sem AP vitnar í, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi borið hvað mesta sök. Hann gerði McCarrik að erkibiskupi Wasington DC, þrátt fyrir að rannsókn hefði þá staðfest að McCarrick hafði haft mök við prestslærlinga.
Bandaríkin Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira