Katrín Jakobsdóttir skuldar þér ekki afsökunarbeiðni Þórarinn Hjartarson skrifar 30. júlí 2021 08:31 Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni. Þau hafa fullyrt að það sem vel hefur gengið sé sóttvarnarlækni að þakka en ekki stjórnvöldum. Nú þegar bakslag á sér stað í baráttunni krefjast þau hins vegar þess að stjórnvöld að biðji þjóðina afsökunar. Áður vildi stjórnarandstaðan ekki veita ríkisstjórninni hrós fyrir það að vel hafi gengi í Covid, en nú þegar að illa gengur krefjast þau þess að ríkisstjórnin beri ábyrgð. Þessi þversögn og tvískinnungur er að sjálfsögðu flestum augljós. Þetta er, hins vegar, því miður vísbending um það hvað koma skal í komandi kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir sagði nýverið að hún vonaðist til að baráttan við veiruna yrði ekki gerð að pólitísku bitbeini, líkt og hún kallaði það. Það fráleit hugmynd. Fyrirbæri sem hefur haft áhrif á allt okkar líf, með engum fyrirsjáanlegum endi, mun að sjálfsögðu verða pólitískt bitbein. En afstaða stjórnmálaflokkanna á ekki að vísa til þess hvernig stjórnvöld hafa hagað málum hingað til, heldur til þess hvernig þeir sjái fyrir sér að haga hlutunum í framhaldi, verði þeir kosnir. Ásökunum stjórnarandstöðunnar má líkja við það að í kjölfar EM 2016 hefðu Íslendingar krafið landsliðið um afsökunarbeiðni fyrir það að hafa tapað 5-2 gegn Frökkum. Stjórnarandstöðunni væri nær að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, frekar en að fjölyrða um það hvað aðrir eru ómögulegir. Katrín skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Þórólfur skuldar þér ekki afsökunarbeiðni. Enginn skuldar þér afsökunarbeiðni. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar