Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti útbreiðsluna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júlí 2021 11:12 Bólusetningar með þriðja skammti hefjast á sunnudaginn í Ísrael. getty/Amir Levy Ísraelsmenn munu byrja að gefa þriðja skammt af bóluefni Pfizer til allra þeirra sem eru sextíu ára og eldri næsta sunnudag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-afbrigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva útbreiðslu faraldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik. Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þeir sem fá þriðja skammtinn verða að vera orðnir sextíu ára gamlir og hafa fengið aðra sprautu bóluefnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum síðan. Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, tilkynnti þessi áform í gær. Isaac Herzog, forseti Ísrael, sem er akkúrat sextíu ára gamall, verður fyrstur til að fá þriðja skammtinn en hann verður sprautaður með honum í dag. Isaac Herzog er forseti Ísraels. Hann fær fyrstur manna þriðja skammt af Pfizer-bóluefninu. Veitir góða vörn gegn veikindum en minni gegn smiti Það er enn ekki ljóst hvort elstu aldurshóparnir þurfi þennan þriðja skammt bóluefnisins til að fá sem besta vörn gegn veirunni. Nægar rannsóknir liggja ekki fyrir á því að svo stöddu að mati margra og er deilt um þetta atriði í fræðasamfélaginu, að því er segir í frétt The New York Times. Það er þó vitað að bóluefnið nær minnstri virkni meðal elstu aldurshópanna. Flestar rannsóknir benda samt til að virkni Pfizer-bóluefnisins sé nokkuð mikil og að vörn sem hljótist af því endist í góðan tíma. Því eiga menn erfitt með að átta sig á nýjustu gögnum frá Ísrael, sem sýna svo mikla útbreiðslu delta-afbrigðisins meðal bólusettra. Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael segja að ljóst sé að Pfizer-bóluefnið veiti enn rúmlega 90 prósent vörn gegn alvarlegum veikindum. Allt bendi þó til þess að efnið veiti sífellt minni vörn gegn smiti eftir því sem líður frá bólusetningunni.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45