„Svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn“ Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 15:04 Húsflugan hefur hingað til talist meinlítið kvikindi en hún gerir íbúum í Grafarvogi lífið leitt. Og reyndar íbúum víðar um land. Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson Húsflugufaraldur er í Grafarvogi og víðar. Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur. Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ef marka má heitar umræður á Facebook herjar húsfluga nú á íbúa í Grafarvogi og reyndar víðar. Eitthvað í tíðarfari virðist henta flugunum vel og þær fara nú mikinn. „Húsflugufaraldur hérna! Djös viðbjóður,“ segir María Una Óladóttir og spyr hvort þetta sé víðar? Ekki stendur á svörum á Facebookvegg hennar og þau eru á þá leið að húsflugurnar séu meira áberandi en vanalega og reyndar upp um alla veggi. „Og ekkert smá árásargjarnar,“ segir ein og önnur segist „slátra“ um þrjátíu stykkjum á dag. Vísir reyndi að ná tali af skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er móttaka lokuð til 3. ágúst. Þannig að ekki fengust upplýsingar um það frá skordýrasérfræðingi hvað veldur þessari plágu sem lýst er. En á vef stofnunarinnar er að finna ágæta grein um það hvers konar kvikindi er um að ræða. Á þræði Maríu Unu er vísað til greinarkorns sem ættað er úr Fréttablaðinu. Þar er farið yfir það að húsflugan sé algeng um land allt, meira þó til sveita en í þéttbýli. Þær sækja í lífrænan vökva og safnast oft saman í stórum hópum við gripahús. Hún er sögð bera með sér sýkla í mat manna og því sé til mikils að vinna að losna við þær af heimilum. Þá er boðið uppá ráð gegn þeim, þær forðast basilíku, lofnunarblóm og þá megi blanda cayenne-pipar við vatn í úðabrúsa og úða; því slíkt vilja flugurnar ekki sjá. Fjöldi þeirra sem leggja orð í belg segja þetta óþolandi ástand, enginn svefnfriður og „svo stunda þær samfarir á manni eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir ein þeirra sem tjáir sig um þennan faraldur.
Dýr Skordýr Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda