Amanda Knox segir Matt Damon vilja græða peninga á harmi þrunginni ævisögu hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:30 Amanda Knox hefur sakað Matt Damon og Tom McCarthy um að vilja græða peninga á lífi hennar. Getty/ Emanuele Cremaschi Hin bandaríska Amanda Knox heldur því fram að kvikmyndin Stillwater sé byggð á ævisögu hennar og að saga hennar hafi verið notuð, án hennar samþykkis, til að græða peninga. Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths. Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Knox var árið 2007 ákærð, ásamt fyrrverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito, fyrir að hafa myrt Meredith Kercher, sambýling Knox, í bænum Perugia á Ítalíu. Knox var þar stúdent og hafði búið í bænum í nokkrar vikur áður en Kercher var myrt. Knox og Sollecito voru sakfelld fyrir morðið en síðar sýknuð af morðinu. Kvikmyndin Stillwater er nýkomin í bíó vestanhafs og fer óskarsverðlaunahafinn Matt Damon með aðalhlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Tom McCarthy, hefur sagt að myndin sé lauslega byggð á sögu Knox. Myndin Stillwater fjallar um bandarískan föður sem ferðast til Frakklands þar sem dóttir hans er í fangelsi. Dóttirin er sökuð um að hafa myrt sambýliskonu sína og má sjá úr stiklu myndarinnar að sagan líkist mjög sögu Knox. Eyddi fjórum árum í ítölsku fangelsi Mál Knox vakti mikla athygli á sínum tíma og vilja margir meina að lögreglan í Perugia hafi ákveðið strax eftir morðið að Knox og Sollecito bæru ábyrgð á morðinu. Knox var aðeins tvítug þegar Kercher var myrt en Knox var sú sem fann líkið. Knox og Sollecito voru bæði sakfelld fyrir morðið og voru dæmd í 25 og 26 ára fangelsi en sátu aðeins inni í fjögur ár, þar til þau voru sýknuð. Ítalski þjófurinn Rudy Guede var síðar sakfelldur fyrir morðið eftir að blóðug fingraför hans fundust á hlutum sem voru í herbergi Kercher þegar morðið átti sér stað. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið en í desember síðastliðnum fékk hann að losna á reynslulausn og mun aðeins þurfa að sinna samfélagsþjónustu til að uppfylla dóminn. „Tilheyrir nafnið mitt mér?“ Does my name belong to me? My face? What about my life? My story? Why does my name refer to events I had no hand in? I return to these questions because others continue to profit off my name, face, & story without my consent. Most recently, the film #STILLWATER. / a thread— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 „Tilheyrir nafnið mitt mér? Andlitið mitt? Hvað með líf mitt? Sögu mína? Hvers vegna tengist nafnið mitt atburðarrás sem ég tengdist ekkert? Þessar spurningar koma aftur upp hjá mér þegar aðrir reyna að græða á nafninu mínu, andlitinu mínu og sögu minni án míns samþykkis. Það nýjasta er kvikmyndin #Stillwater,“ tísti Knox í gær. I want to pause right here on that phrase: the Amanda Knox saga. What does that refer to? Does it refer to anything I did? No. It refers to the events that resulted from the murder of Meredith Kercher by a burglar named Rudy Guede.— Amanda Knox (@amandaknox) July 29, 2021 Hún segist ekki vilja neitt heitar en að fólk tali um atburðina í Perugia sem „Rudy Guede sem myrti Meredith Kercher.“ Hún hafi aldrei verið neitt annað en aukapersóna í sögunni, saklaus sambýlingur. Þá hefur Knox boðið bæði McCarthy og Damon að ræða við sig um atburði kvikmyndarinnar í hlaðvarpinu hennar Labyrinths.
Amanda Knox Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent