Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 19:47 Frjókornin herja á marga landsmenn þessa dagana en ekki er öll von úti. Vísir/Vilhelm Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“ Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“
Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira