Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:54 Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í kvöld. Vísir/Stöð 2 Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira