Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:55 Slökkviliðið fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Búist er við að ekkert lát verði á þeim í vikunni eftir því sem fleiri smitast af veirunni. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“ Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“
Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira