Spilar golf með vinstri en er rétthent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2021 21:11 Alexandra Eir vekur alls staðar athygli þar sem hún spilar golf enda mjög sjaldgæft að kylfingar spili með vinstri þegar þeir eru rétthentir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent. Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Golf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Alexandra Eir er 23 ára Stokkseyringur en býr á Selfossi. Hún hefur náð ótrúlega góðum árangri í golfi enda var hún nýlega valin klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss. Það þykir mjög merkilegt í golfheiminum að Alexandra spilar allt sitt golf með vinstri hendi, ekki hægri þó hún sé rétthent. „Já, ég slæ bara með einni hendi af því að ég lenti í álagsmeiðslum fyrir nokkrum árum og þurfti eiginlega að hætta að spila golf en ákvað að prufa að slá með vinstri, það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Alexandra. Alexandra Eir með verðlaunin sín þegar hún var verðlaunuð fyrir að vera klúbbmeistari kvenna hjá Golfklúbbi Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árangur og elja Alexöndru vekur alls staðar mikla athygli á golfvöllum þar sem hún spilar enda mjög sjaldgæft að sjá rétthenda kylfinga spila með vinstri. En hverju þakkar hún að hún sé svona góð með vinstri? „Heyrðu, það er Hlynur Geir Hjartarson, þjálfari hjá Golfklúbbi Selfoss og svo hinir og þessir, sem hafa hjálpað mér og svo allt góða fólkið hér í kringum mig í klúbbnum, sem styður mig alltaf saman hvað ég geri.“ Golfkúlan á leiðinni niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hlynur Geir er að rifna úr stolti af Alexöndru. „Já, þetta er bara risa stórt afrek. Það er afrek að vera klúbbmeistari í öllum golfklúbbum landsins en að gera þetta með annari hendi gerir þetta enn þá stærra, miklu stærra. Alexandra er nokkuð skapgóð en skapstór en keppnismaður, sem er kostur. Og hún hlustar alltaf á þjálfarann og ég held að margir íþróttamenn mættu taka hana til fyrirmyndar,“ segir Hlynur Geir. Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, sem hefur m.a. séð um að þjálfa Alexöndru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Golf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira