Hefja rannsókn á notkun kannabisúða gegn heilakrabbameini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 07:31 Samkvæmt frétt Guardian greinast um 2.200 einstaklingar með umrætt krabbamein á ári hverju í Bretlandi. Getty Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma). Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli. Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar tegundar í heiminum en hún mun ganga út á að kanna hvort lyfið Sativex hjálpar til við að drepa krabbameinsfrumur og mögulega lengja líf einstaklinga með umrædda tegund tróðæxla. Lyfið verður gefið samhliða krabbameinslyfinu temozolomide. Tróðæxlin sem um ræðir eru ágeng og alvarleg heilaæxli, sem koma nær alltaf aftur þrátt fyrir skurðaðgerðir, geisla- og lyfjameðferðir. Lifun eftir greiningu er venjulega um tólf til átján mánuðir og tíu mánuðir þegar um er að ræða endurkomu. Sativex er þegar notað til að draga úr síspennu hjá einstaklingum með heila- og mænusigg (MS) sem hafa ekki svarað öðrum meðferðum. Það er skráð í sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar og virðist því vera í notkun hér á landi. Virðist hafa áhrif á lifun Niðurstöður fyrstu rannsókna á notkun Sativex gegn tróðæxlum, þar sem verið var að kanna öryggi lyfsins, benda til þess að það geti bætt lífsgæði að minnsta kosti hluta sjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra um einhverja mánuði. Rannsóknirnar leiddu í ljós að fleiri voru á lífi ári eftir greiningu í þeim hópi sem fékk Sativex en í þeim hópi sem fékk lyfleysu. „Rannsóknin var ekki hönnuð til að prófa hvort Sativex hefði áhrif á lifun. Niðurstöðurnar leiddu hins vegar í ljós að sumum sem fengu Sativex farnaðist betur en vonir stóðu til og betur en þeim sem gengust aðeins undir lyfjameðferð,“ segir Susan Short, prófessor í krabbameinslækningum og taugakrabbameinslækningum við Leeds University. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands greinast um 75 einstaklingar með krabbamein í heila og miðtaugakerfinu á ári hverju. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um tíðni undirtegunda á borð við fjórða stigs tróðæxli.
Bretland Heilbrigðismál Lyf Kannabis Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira