Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent