„Verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 16:07 Harry Kane er enn titlalaus á ferlinum en hér er hann eftir tapið í úrslitaleik EM í sumar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Annan daginn í röð mætti Harry Kane ekki á æfingu hjá Tottenham nú þegar ein og hálf vika er í fyrsta leik á keppnistímabilinu. Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Kane átti að mæta aftur til æfinga á mánudaginn eftir sumarfrí en hann hafði þá fengið aukafrí eftir að hafa farið með enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á EM í sumar. Kane vill komast frá Lundúnafélaginu og skrópaði á æfingu bæði í dag og í gær. Manchester City er mjög áhugasamt um að kaupa enska landsliðsframherjann en ekkert hefur gerst ennþá. Harry Kane has failed to report back to Tottenham for preseason training, sources have told @JamesOlley. pic.twitter.com/0mQNyO8RbC— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2021 Kane telur samkvæmt frétt ESPN að hann hafi gert heiðursmannasamkomulag við Tottenham að vera seldur í sumar. Það er ósætti við að ekkert sé að gerast í þeim málum sem útskýrir skrópið. Tottenham vill fá 150 milljónir punda fyrir sinn besta leikmann en það er óvíst hvort að City, eða Manchester United and Chelsea sem fylgjast með gangi mála, geti borgað svo mikið fyrir hann. ESPN hefur engu að síður heimildir fyrir því að „verkfall“ Harry Kane endist ekki út vikuna og að hann muni mæta á æfingu á fimmtudag eða föstudag. Rio Ferdinand believes Paul Pogba would be treated differently if he didn't turn up to training like Harry Kane. pic.twitter.com/95Ddub2thB— ESPN UK (@ESPNUK) August 2, 2021 Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið er að borga honum tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða 34,5 milljónir íslenskra króna. Hann er ekki að elta peninginn heldur vill komast til félags sem getur unnið titla. Kane hefur skorað 166 mörk í 245 leikjum með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en hefur ekki náð að vinna einn einasta titil á tíma sínum hjá félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira