Ræningjarnir yfirgáfu skipið Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 10:10 Gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess var siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. AP/Jon Gambrell Vopnaðir menn sem fóru um borð í olíuflutningaskip undan ströndum Óman í gær, yfirgáfu skipið Sjóher Bretlands tilkynnti þetta í morgun og var skipinu siglt í átt að Óman skömmu seinna. Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni. Íran Óman Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að hópur vopnaðra manna hefðu farið um borð í olíuflutningaskipið Asphalt Princess og tekið yfir stjórn þess. Enn eru upplýsingar um atvikið á reiki og er ekki vitað hverjir bera ábyrgð á þessari meintu ránstilraun né af hverju mennirnir fóru frá borði. Spjótin beindust fljótt að Íran, sem hefur verið sakað um árásir á olíuflutningaskip á Persaflóa á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Vopnaðir menn fóru um borð í olíuflutningaskip á Persaflóa AP fréttaveitan segir gervihnattagögn sýna að Asphalt Princess hafi verið siglt í átt að Íran en skömmu eftir að tilkynnt var að mennirnir hefðu farið frá borði, hafi skipinu verið snúið í átt að Óman. WARNING 001/AUG/2021 Update 002Category: Incident Potential Hijack Non PiracyDescription: Boarders have left the vessel. Vessel is safe. Incident completehttps://t.co/toURu6jSzg#MaritimeSecurity #marsec pic.twitter.com/IvC44GOiic— United Kingdom Maritime Trade Operations (UKMTO) (@UK_MTO) August 4, 2021 Segjast ekkert vita um atvikið Fréttaveitan hefur eftir Saeed Khatibzadeh, talsmanni utanríkisráðuneytis Írans, að þar á bæ hafi menn enga vitneskju um atvikið og Íran hafi ekki komið að því á nokkurn hátt. Árið 2019 réðust íranskir hermenn um borð í breskt olíuflutningaskip og sigldu skipinu til Írans. Það var eftir að Bretar tóku íranskt olíuflutningaskip sem talið var að notað væri til að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins gegn Sýrlandi. Í fyrra hvar olíuflutningaskipi rænt undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum voru að leita að því skipi vegna gruns um að það væri notað af yfirvöldum í Íran til að komast hjá viðskiptaþvingunum. Það skip fannst seinna í Íran. Í janúar fóru svo íranskir hermenn um borð í olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu og þvinguðu áhöfn þess til að sigla til Írans. Íranar sögðust hafa lagt hald á skipið vegna mengunar en á þeim tíma áttu yfirvöld Írans og Suður-Kóreu í viðræðum um peninga í eigu Írans sem höfðu verið frystir í bönkum í Suður-Kóreu. Þeir peningar voru á endanum notaðir til að greiða skuldir Írans í Suður-Kóreu og Japan. Þá hafa ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ísrael sakað Írana um að bera ábyrgð á drónaárás sem gerð var á olíuflutningaskip í eigu ísraelsks auðjöfurs. Tveir í áhöfn skipsins dóu í árásinni.
Íran Óman Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira