WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 17:39 Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AP/Christophe Ena Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Lönd eins og Ísrael, Frakkland og Þýskaland hafa þegar byrjað að endurbólusetja fólk til að freista þess að styrkja ónæmi þess gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Fleiri lönd íhuga að fylgja í fótspor þeirra vegna uppgangs bráðsmitandi delta-afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir mælir með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu einn skammt af Janssen-bóluefninu á Íslandi. Þá hefur öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem voru bólusettir með Janssen verið boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), benti á að ríkari þjóðir heims hafi þegar gefið um hundrað skammta af bóluefni gegn Covid-19 fyrir hverja hundrað íbúa að meðaltali í dag. Snauðari þjóðir hafi á sama tíma aðeins gefið um 1,5 skammta fyrir hverja hundrað íbúa, fyrst og fremst vegna skorts á framboði á bóluefnum. Markmið WHO er að tryggja að í það minnsta 10% íbúa allra landa heims verði bólusett í haust. Í því skyni kallaði Ghebreyesus eftir því að endurbólusetningum yrði frestað þar til að minnsta kosti í lok september. Sérfræðingar WHO telja það ekki vísindalega sannað að endurbólusetning fólks sem hefur þegar fengið tvo skammta bóluefnis gagnist til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Á sama tíma hefur stofnunin bent á að því lengur sem veiran fær að breiðast út um heiminn því líklegri verði að ný afbrigði komi fram sem geti dregið heimsfaraldurinn á langinn. „Eins og við hefur séð með hverju nýja afbrigðinu sem kemur fram komumst við ekki út úr þessu nema að allur heimurinn komist út úr þessu saman. Með þeirri gríðarlegu misskiptingu sem ríkir í dreifingu bóluefna mun okkur einfaldlega ekki takast það,“ segir Bruce Aylward, sérstakur ráðgjafi Ghebreyesus. WHO hefur þó engin völd til þess að knýja þjóðir til þess að fara að tilmælum sínum. Margar þjóðir hafa hunsað tilmæli stofnunarinnar um að gefa fátækari þjóðum bóluefni og að auka framleiðslu þeirra í þróunarríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44