Sævar Atli: Ég kem með orku og kraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:26 Sævar Atli Magnússon í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Lyngby. Skjámynd/LyngbyBoldklub1921 Sævar Atli Magnússon var strax tekinn í viðtal á Youtube síðu Lungby og vill sjá brjálaða stuðningsmenn í fyrsta leik. Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Danski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Danski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira