Sævar Atli: Ég kem með orku og kraft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 16:26 Sævar Atli Magnússon í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Lyngby. Skjámynd/LyngbyBoldklub1921 Sævar Atli Magnússon var strax tekinn í viðtal á Youtube síðu Lungby og vill sjá brjálaða stuðningsmenn í fyrsta leik. Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Sævar Atli hefur gert þriggja ára samning við danska félagið Lyngby BK og hefur þar með spilað sinn síðasta leik með Leiknismönnum í Pepsi Max deild karla í sumar. Lyngby kynnti Sævar Atla til leiks á miðlum sínum í dag og staðfest samninginn hans og að hann muni spila í treyju númer 21. Sævar Atli er líka kokhraustur í viðtalinu sem var tekið við hann. Hann mætir fullur sjálfstraust til Danmerkur eftir tíu mörk í þrettán leikjum með nýliðum Leiknis. „Þetta er miklu stærra en ég bjóst við og þá er ég að tala um völlinn, starfsmennina og alla aðstöðu félagsins. Ég kem frá litlu félagi og er í svolitlu áfalli,“ sagði Sævar Atli í léttum tón. Viðtalið fór fram á ensku en hann lofaði að vera búinn að læra dönskuna eftir mánuð og gefa þá viðtal á dönsku. „Ég veit ekki mikið um klúbbinn en þeir sýndu mér mikinn áhuga. Ég sá fyrsta leikinn á móti Fremad Amager sem þeir unnu 2-1. Það eru mikil gæði í liðinu og það mun kannski taka mig smá tíma að komast inn í þetta. Ég ætla mér að verða betri í fótbolta hér,“ sagði Sævar Atli. „Ég þekki Frey því hann var þjálfari félagsins míns frá 2013 til 2015 og gerði stórkostlega hluti með Davíð Snorra. Hann var alltaf á svæðinu þegar ég var ungur. Hann var líka aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og er frábær þjálfari,“ sagði Sævar. En hvernig leikmann munu stuðningsmenn sjá í Sævar Atla þegar hann verður kominn í bláu treyjuna hjá Lyngby. „Ég kem með orku og kraft. Ég er liðsmaður en ég er framherji og vill skora mörk og búa eitthvað til fyrir liðið. Ég spila til að vinna leiki,“ sagði Sævar sem gæti spilað fyrsta leikinn með Lyngby á laugardaginn. „Ég var að spyrjast fyrir um það hvað menn bjuggust við mörgum á leikinn og þeir spáðu 3000 manns. Það væri það mesta sem ég hef spilað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og stuðningsmennirnir verða vonandi brjálaðir á laugardaginn,“ sagði Sævar en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Danski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira