Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 23:02 Forsetinn hlær í betri bíl. Biden fékk að prufukeyra Jeep Wrangler 4xe Rubicon-blendingsbifreið við Hvíta húsið á viðburði um vistvæna bíla í dag. AP/Susan Walsh Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar. Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar.
Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent