Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 16:46 Það eiga allir að geta notið unaðslegra stunda með sjálfum sér og öðrum. Getty Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“ Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira