Lykillinn að öllu Björn Leví Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2021 15:31 Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Hvað þýðir ný stjórnarskrá? Áður en ég svara því þá finnst mér eiginlega betra að spyrja hvað þýðir “ný stjórnarskrá”? Ég segi ný stjórnarskrá af því að það er lagt fram heilt nýtt frumvarp um stjórnarskrá í staðinn fyrir að breyta einstaka hlutum stjórnarskrárinnar í einu. Útkoman er nokkurn veginn sú sama þegar allt kemur til alls - þannig að hvers vegna ekki breyta stjórnarskránni smá saman í nokkrum skrefum? Einfaldlega af því að það er til frumvarp með öllum breytingunum. Til hvers að leggja í auka vinnu við að skipta því upp í nokkra hluta sem allir verða að vera sjálfstæðir og skemma ekki innra samræmi heildarinnar? Sú nýja stjórnarskrá sem um ræðir og fjallað var um í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 er í rauninni ekkert rosalega ný. Stór hluti hennar er í raun gamla stjórnarskráin, nánast orðrétt, og svo nokkrar umorðanir fyrir skýrleika á því sem þegar er í núverandi stjórnarskrá. Meira en helmingurinn er nýtt efni hins vegar. Það þýðir samt ekki að ný stjórnarskrá sé alveg “ný” vegna þess að viðbæturnar eru í raun þegar í öðrum stjórnarskrám víða um heim. Allt frá því að stjórnlagaráð kláraði tillögur sínar og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja þær til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá hefur meirihluti þingsins reynt að fara þá leið að breyta stjórnarskránni frekar í áföngum. Það hefur gengið vægast sagt brösulega, í raun má fullyrða að sú aðferð hafi beðið skipbrot, þannig að það stendur í raun á þeim sem styðja þá aðferðafræði að útskýra hvers vegna hún ætti eiginlega að virka í enn eitt skiptið. Gamalt stýrikerfi Stjórnarskráin er eins og stýrikerfi. Hún takmarkar yfirgang stjórnvalda og tryggir grundvallarréttindi borgaranna. Á Íslandi erum við með gamalt stýrikerfi þar sem leikmenn og fræðimenn eru ósammála um túlkanir á ýmsum greinum stjórnarskrárinnar og þegar reynir á gerir forsetinn bara það sem honum sýnist og enginn getur mótmælt túlkun hans á stjórnarskránni. Dæmi um þetta er þegar það voru miklar deilur um hvort ákvæðið um málskotsrétt forseta væri virkt - þangað til Ólafur Ragnar tók af skarið og ákvað að beita því og þá var auðvitað ekkert við því að gera. Með því að uppfæra stýrikerfið fæst hins vegar meiri sameiginlegur skilningur á því og meiri festa í stjórnsýslunni. Nýjar viðbætur - ný stjórnarskrá Svörum þá loksins spurningunni, hvers vegna er svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá? Til að byrja með eru í henni lagfæringarnar á gömlu stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá er úreld á mörgum sviðum og götótt á öðrum. Heimild forseta til þess að láta saksókn falla niður er úrelt konungslegt fyrirbæri og framsal á valdi ráðherra til forsætisráðherra er mjög óljóst. Getur forseti afturkallað það framsal hvenær sem er til dæmis af eigin frumkvæði? Það þýðir að forseti gæti bara rofið þing og kallað til þingkosninga hvenær sem er. Semsagt, mjög margt sem þarf að laga í núverandi stjórnarskrá. Viðbæturnar eru jafnvel mikilvægari. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér eru lýðræðislegar uppfærslur og sameign á náttúru. Þar er möguleikinn á svokölluðum málskotsrétti og svo frumkvæðisrétturinn. Það er ef ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar eftir atkvæðagreiðslu þá skal verða við því. Málskotsréttur og frumkvæðisréttur eru gríðarlega mikilvægar lýðræðisumbætur til þess að stemma stigu við valdabrölti stjórnvalda. Mjög nauðsynlegar viðbætur fyrir núverandi stöðu stjórnmála á Íslandi. Í heildina á litið er ný stjórnarskrá lykilatriðið í að gera allt betur og betra á Íslandi. Það er grundvöllurinn að heilbrigðara lýðræði sem þarf að takast á við allar þær áskoranir sem við erum að glíma við í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, í atvinnumálum og öllum hinum málaflokkunum. Ný stjórnarskrá tryggir stöðugleika gangvart pólitíkinni sem veður alltaf yfir allt og alla með geðþóttaákvörðunum um pólitískt skipaða dómara eða ráðuneytisstjóra. Ný stjórnarskrá tryggir ábyrgð, sem skortir í íslensk stjórnmál. Ný stjórnarskrá setur völdin í þínar hendur, til þess að stjórnmálamenn misnoti þau ekki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar