Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 16:57 Verphy Kudi var átján ára gömul þegar hún skildi tuttugu mánaða gamla dóttur sína eftir heima í sex daga. Getty/Lögreglan í Sussex Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða. Bretland England Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Konan, sem heitir Verphy Kudi, fór úr íbúð sinni í Brighton í desember 2019. Þá fór hún til að skemmta sér í Lundúnum og Coventry í tilefni þess að hún átti afmæli. Fyrst fór hún til Lundúna með kærasta sínum og svo fór hún á nokkra tónleika á næstu dögum. Sex dögum eftir að hún fór frá dóttur sinni sneri hún aftur og þá var Asiah dáin. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Sussex var barnið flutt á sjúkrahús skömmu eftir að Kudi kom heim þar sem hún var lýst látin. Við fyrstu yfirheyrslu staðhæfði Kudi að hún hefði verið heima hjá sér, fyrir utan það að hún hafi farið stutta ferð til Lundúna. Rannsókn á líki Aisuh leiddi þó í ljós að hún hefði dáið vegna vanrækslu og staðfestu upptökur úr öryggismyndavél íbúðarhúss Kudi að hún hefði farið út þann fimmta desember og ekki snúið aftur fyrr en þann ellefta. Saksóknarar sögðu það sýna að Asiah hefði verið skilin eftir ein í fimm daga, 21 klukkustund og 58 mínútur. Í frétt Sky News segir að Kudi hafi játað manndráp og verið dæmd í fangelsi í dag. Við dómsuppkvaðningu sagði dómarinn óbærilegt að ímynda sér þjáningar barnsins hennar síðustu daga. „Þjáningar sem hún þurfti að þola svo þú gætir haldið upp á afmæli þitt og vina þinna sem áhyggjulaus táningur,“ sagði Christine Laing, dómarinn. Hún bætti við að þetta væri einstaklega erfitt mál fyrir alla þá sem að því hafa komið. Hins vegar ættu allir að vita að það að Kudi væri dæmd fyrir manndráp þýddi það ekki að hún hefði ekki ætlað sér að valda barni sínu dauða eða alvarlegan skaða.
Bretland England Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira