Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 18:46 Kári Stefánsson leggur til nokkrar aðgerðir til að ráðast í strax, þar á meðal að takmarka frelsi óbólusettra. Vísir/Vilhelm Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Skerðing á frelsi óbólusetts fólks er á meðal aðgerða sem Kári leggur til að stjórnvöld ráðist í á þeim grundvelli að nú þurfi landsmenn að sætta sig við stöðuna. Áður en bólusetning gegn kórónuveirunni hófst hafi verið ljóst hvað þyrfti að gera til að hefta útbreiðslu hennar: samkomutakmarkanir, ferðatakmarkanir, einangrun smitaðra og vernd viðkvæmra hópa. „Kostnaður af þessum aðgerðum var mikill bæði í fé og frelsi. Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ skrifar Kári í pistli sem birtist meðal annars á Vísi. Nú þurfi fólk æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Kári segir þó að bólusetning veiti góða vörn gegn alvarlegum veikindum veiti hún mikli minni vörn gegn smiti en vonast var til. „Þetta þýðir að við verðum að reikna með því að það hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þangað til 75-80% af henni hefur smitast og við höfum náð hjarðónæmi,“ skrifar Kári. Verkefni sóttvarnayfirvalda sé nú að tryggja að bylgjurnar verði ekki svo stórar að þær sligi heilbrigðiskerfið eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar til að hemja bylgjurnar verða því lengri tíma taki það að ná hjarðónæmi. Hefji nýja bólusetningarherferð Leggur Kári til nokkrar aðgerðir sem grípa ætti til strax: bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, hefja bólusetningarherferð með því að bæta við skammti af Janssen-bóluefninu, bólusetja börn og gefa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum þriðja skammt. „Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu,“ skrifar Kári. Þá vill hann að allir verði skimaðir sem koma til landsins án tillits til bólusetningar því raðgreiningarniðurstöður bendi til þess að veiran flæði stöðugt inn í landið. „Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ skrifar Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira