Samkvæmt dagbók lögreglu fékk farþeginn símann sinn aftur og hét hann því að greiða skuld sína.
Skömmu fyrir miðnætti nótt barst tilkynning úr miðbænum um að ekið hefði verið á unga konu á rafmagnshlaupahjóli. Hún hafði þá ekið á eða í veg fyrir bíl á gatnamótum en samkvæmt lögreglu er ekki vitað hver staða umferðarljósa var þegar slysið varð.
Þá var konan ekki með hjálm eða annan öryggisbúnað og fann hún til eymsla í hendi. Sjúkraflutningamenn komu á vettvang en að endingu var það aðstandandi hennar sem var kominn á vettvang sem fór með hana á sjúkrahús.
Skömmu seinna barst tilkynning um að ölvaður maður á rafmagnshlaupahjóli hefði ekið á kantstein og fallið með höfuðið í götuna. Hann var með skurð á höfði og var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Lögreglunni barst einnig tilkynning um ungan mann sem brotið hafði rúðu í veitingastað í Kópavogi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og hafði verið að hóta fólki. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.