Lukaku hefur verið sjóðandi heitur með Inter í ítölsku deildinni, en á seinasta tímabili skoraði hann 24 mörk þegar liðið varð ítalskur meistari.
Félögin tvö, Inter og Chelsea, eiga eftir að klára nokkur samningsatriði áður en Lukaku gengst undir læknisskoðun og mun hann svo skrifa undir fimm ára samning að henni lokinni.
Romelu Lukaku to Chelsea, confirmed and here we go! The agreement is set to be completed after further talks. 115m to Inter and no players included. Paperworks to be signed once details are fixed. #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 7, 2021
Lukaku will sign a long-term contract for 12m + add ons. #Chelsea pic.twitter.com/N47ksuRGpM
Lukaku var í herbúðum Chelsea á árunum 2011-2014, en spilaði þá einungis tíu leiki fyrir félagið og var stóran hluta þess tíma á láni hjá öðrum liðum.
Inter hafði áður hafnað tveim tilboðum Chelsea í þennan 28 ára framhjera, en það seinna hljóðaði upp á 85 milljónir punda, ásamt því að varnarmaðurinn Marcos Alonso myndi ganga í raðir Inter.
Lukaku verður dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi, en áður var Kai Havertz sá leikmaður sem liðið hafði borgað mest fyrir þegar hann var keyptur frá Bayer Leverkusen á 75,8 milljónir punda fyrir seinasta tímabil.