Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2021 19:03 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26