Mourinho og þrír leikmenn Roma sendir í sturtu í æfingaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. ágúst 2021 09:01 Mourinho lætur nokkur vel valin orð falla í samskiptum við dómara leiksins, Figueroa Vazquez. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Það var mikill hiti í mönnum þegar Real Betis tók á móti Roma í æfingaleik fyrir komandi tímabil í gær. Real Betis fór með sigur af hólmi, 5-2, eftir að José Mourinho, þjálfari Roma, og þrír leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið. Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2. Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira