Fylgjast grannt með nýjum afbrigðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2021 23:30 Vísindamenn vakta ný afbrigði kórónuveirunnar. Getty Vísindamenn víða um heim vakta nú og fylgjast grannt með upplýsingum um ný afbrigði kórónuveirunnar. Reuters greinir frá. Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26
Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19