Hátt í hundrað fjölskyldur þurft í verndarsóttkví og foreldrar tekjulausir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:55 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna. aðsend Hátt í hundrað fjölskyldur langveikra barna hafa þurft í verndarsóttkví vegna faraldursins. Þetta segir framkvæmdastjóri Umhyggju sem segir jafnframt að vegna þessa hafi foreldrar verið tekjulausir um tíma þar sem frítökuréttur þessa hóps sé af skornum skammti. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, félags langveikra barna, segir stöðu foreldra langveikra barna hafa versnað í faraldri kórónuveirunnar. Hinn almenni borgari sé ekki jafn varkár lengur og þar af leiðandi sé staðan erfiðari fyrir þennan hóp. Hún segir að margar fjölskyldur hafi þurft að loka sig af til þess að vernda börn sín og að tugir ef ekki hundrað fjölskyldur hafi þurft í verndarsóttkví. „Það er svo margt annað sem spilar þarna inn í. Þarna erum við með börn sem eru með mjög miklar þjónustuþarfir og það gefur augaleið að þegar það eru mörg smit í samfélaginu. Þegar fólk er að fara í sóttkví, einangranir og annað, þá er ég að tala um starfsfólkið, að þá eru fjölskyldur komnar í mjög, mjög þrönga stöðu,“ sagði Árný í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framan af hafi verið mikil samstaða í þjóðfélaginu um að vernda viðkvæma hópa. „Núna finnst mér kominn annar tónn í. Það er talað um það að nú eigi að lifa lífinu og koma öllu í nokkuð eðlilegt horf. Sem er eðlilegt að við viljum öll. En um leið eigi að vernda viðkvæma hópa og ég spyr hvernig eigi að gera það, ef ekki með þessu samstillta átaki? Endar það þá ekki með því að þetta fólk þarf að loka sig enn frekar af?“ Segir þennan hóp ekki með í umræðunni Þá segir hún að foreldrar hafi verið tekjulausir þar sem þeir hafi þurft að vera mikið heima með börnum í faraldrinum og löngu búnir með allan frítökurétt. „Það eina sem hefur verið lagt fram fjárhagslega er eingreiðsla upp á að hámarki um þrjátíu þúsund krónur þarna í fyrravor. Þannig já, ég upplifi það að þessi hópur sé ekki alveg með i þessari umræðu, sérstaklega varðandi framhaldið.“ Hún vill að gripið verði í taumana og að beðið verði með yfirlýsingar um að lifa með ástandinu þar til búið sé að bólusetja skólabörn og þau sem fengu Janssen og þurfa örvunarskammt. Á meðan þurfi að skipuleggja hvernig styðja eigi við þessar fjölskyldur. „Við erum búin að vera í þessu það lengi að það væri ótrúlega súrt að sá það að allt færi hér af stað og þessi hópur yrði enn verr settur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent