„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 18:32 Kári var gestur Birgis Olgeirssonar fréttamanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10