Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021 Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira
Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021
Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira