Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 20:04 Jóhann er formaður Landsflokksins, sem stofnaður var fyrr á þessu ári. Aðsend Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar. Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en í samtali við Vísi sagði Jóhann Sigmarsson, sem stofnaði flokkinn í mars á þessu ári, að flokkurinn hafi skilað alls 342 undirskriftum til ráðuneytisins. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf frá ráðuneytinu. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þurfa stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram til Alþingis að skila tilkynningu um framboðið til dómsmálaráðuneytisins. Tilkynningin þarf að vera undirrituð af minnst 300 kjósendum og skal vera dagsett, auk þess sem nöfn kjósenda, kennitölur og heimili verða þar að koma fram. „[Ráðuneytið] sagði að það vantaði dagsetningar á þetta,“ segir Jóhann og bætir því við að flokkurinn hafi verið í sambandi við ráðuneytið vegna listabókstafs nánast frá stofnun en ekki fengið upplýsingar um að dagsetja þyrfti listana, né að hægt væri að safna undirskriftum á þar til gert eyðublað frá ráðuneytinu. Eins og áður sagði er þó skýrt í lögunum að dagsetning þurfi að fylgja listanum. Fulltrúar frá flokknum hafi þá sett sig í samband við ráðuneytið þegar um 150 undirskriftum hafi verið safnað og ekki verið upplýstir um þetta. Eftir synjunina er flokkurinn aftur byrjaður að safna undirskriftum, í þetta skiptið á rafrænan hátt. Að sögn Jóhanns er það að beiðni ráðuneytisins. Segir fisk undir steini „Við vorum búin að safna þessum undirskriftum og þeir senda okkur í tvígang að safna þessum undirskriftum. Það er ekkert lýðræðislegt við það og þeir eru að reyna að ýta þessu framboði frá,“ segir Jóhann. Aðspurður hverjir það séu sem vilji leggja stein í götu Landsflokksins að hans mati svarar hann því til að þar eigi hann við dómsmálaráðuneytið. „Dómsmálaráðuneytið er undir Sjálfstæðisflokknum,“ segir Jóhann. Máli sínu til stuðnings bendir Jóhann á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi nýlega látið þau orð falla að það væru of margir flokkar á Alþingi. Í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Bjarni að það væri ekki góðs viti ef flokkum héldi áfram að fjölga á þingi, þar sem ekki hafi reynst auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir síðustu kosningar. Frekari fjölgun flokka gæti þannig gert þá stöðu enn flóknari. Auglýsa eftir frambjóðendum Landsflokkurinn hefur ekki birt framboðslista í neinu kjördæmi og hefur óskað eftir frambjóðendum á lista. Í umfjöllun Fréttablaðsins um flokkinn fyrir helgi kom fram að einn þeirra sem nú vinnur að framboðinu sé Matthías Máni Erlingsson, talsmaður framboðsins. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa strokið af Litla Hrauni árið 2012. Þar segist hann hafa snúið við blaðinu og lagt gamla lífið á hilluna. Hann sé að íhuga að taka lista á sæti flokksins fyrir kosningarnar.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnsýsla Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira