Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:03 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. „Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður. Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01