Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 14:53 Slökkviliðsmenn virða fyrir sér eld sem logar nærri þorpinu Kjújorelyjakh vestur af Jakútíu í síðustu viku. Rýma hefur þurft fjölda þorpa vegna eldanna. AP/Ivan Nikiforov Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð. Loka hefur þurft flugvöllum og vegum og rýma byggð vegna eldanna víðsvegar um Síberíu í sumar. Reyk frá eldunum hefur lagt alla leið yfir norðurpólinn. AP-fréttastofan hefur eftir neyðarstarfsmönnum í Irkútsk að reykur liggi nú yfir 736 þorpum og níu borgum í héraðinu og nágrannahéraðinu Jakútíu. Í Krasnojarsk, vestur af Irkútsk, segja yfirvöld að 944 þorp og bæir séu umluktir reyk frá eldunum sem loga í Jakútíu. Washington Post segir að gróðureldatímabilið í Rússlandi sé eitt það versta í manna minnum og það verði mögulega verra en metárið 2012. Eldarnir í Síberíu nú eru stærri en þeir sem hafa logað í Grikklandi, Tyrklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Kanada samanlagt. Fleiri en 8.600 slökkviliðsmenn, landbúnaðarverkamenn, hermenn og aðrir viðbragðsaðilar berjast við skógarelda sem hafa brunnið á landsvæði sem er nærri því tvöfalt stærra en Austurríki, meira en 161 þúsund ferkílómetrar, frá byrjun ársins, samkvæmt upplýsingum náttúrunverndarsamtakanna Grænfriðunga. Þær byggja á gögnum frá slökkviliðum sem glíma við eldana. Rússnesk yfirvöld leyfa á sama tíma 69 eldum að brenna hindrunarlaust vegna þess að það er of erftt að glíma við þá eða vegna þess að þeir ógna ekki byggð eða innviðum. Þeir eldar eru sagðir hafa brunnið á meira en 20.700 kílómetrum lands. Hitamet slegin og lítil úrkoma Jelena Volusjúk, veðurfræðingur hjá Fobos-veðurmiðstöðinni, segir að lítil úrkoma og óvenjuleg hlýindi á þessu ári knýi eldana í Jakútíu. „Við og við í sumar hafa hitamet verið slegin í Sakha-lýðveldinu,“ segir Volosjúk við AP en Sakha er annað nafn á Jakútíu. Varað var við því að hnattræn hlýnun af völdum manna ylli nú þegar vaxandi veðuröfgum og aftakaatburðum eins og hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum. Í Rússlandi má reikna með að sumrin verði enn þurrari og heitari með áframhaldandi hlýnun. Gróður- og skógareldar eru árlegur viðburður í Síberíu en umhverfisverndarsinnar saka rússnesk stjórnvöld um að þagga niður eða gera lítið úr umfangi eldanna og vaxandi hættu vegna manngerðrar hlýnunar. „Í fleiri ár hafa embættismenn og álitsgjafar sagt að eldarnir væru eðlilegir, að barrskógarbeltið brenni alltaf og að það sé engin ástæða til að gera veður úr því. Fólk er vant þessu,“ segir Alexei Jarosjenkó, skógfræðingur hjá Grænfriðungum í Rússlandi við Washington Post. Eldarnir loga í skógi sem vex hægt og er viðkvæmur fyrir eldi. Jarosjenkó segir áhrif eldanna á umhverfið því gríðarleg. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í skóginum sem brennur. Þegar það sleppur út í andrúmsloftið eykur það enn gróðurhúsaáhrifin sem valda enn meiri hlýnun á jörðinni. Rústir þorpsins Bjas-Kuel sem varð gróðureldi að bráð í síðustu viku. Allir íbúar þorpsins voru fluttir burt.AP/NewsYkt Gríðarlegir eldar ár eftir ár Miklir gróðureldar brunnu einnig í Síberíu í fyrra en hitinn í júní var um fimm gráðum hærri en í meðalári þar. Methitinn í fyrra og tvö sumur þar á undan skapaði þá kjöraðstæður fyrir eldana að breiðast út. Aisen Nikolaev, héraðsstjóri Jakútíu, sagðist telja að loftslagsbreytingar væru aðalástæða eldanna í síðustu viku. „Við lifum nú heitustu og þurrustu sumur í sögu veðurathugana frá lokum 20. aldarinnar,“ sagði hann við RIA Novosti-fréttastofuna. Uppfært 12.8.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að eldarnir í Síberíu í ár hefðu brunnið á svæði sem væri nærri því tvöfalt stærra en Ástralía. Það rétta er að svæðið er næstum því tvöfalt stærra en Austurríki. Rússland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59 Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Loka hefur þurft flugvöllum og vegum og rýma byggð vegna eldanna víðsvegar um Síberíu í sumar. Reyk frá eldunum hefur lagt alla leið yfir norðurpólinn. AP-fréttastofan hefur eftir neyðarstarfsmönnum í Irkútsk að reykur liggi nú yfir 736 þorpum og níu borgum í héraðinu og nágrannahéraðinu Jakútíu. Í Krasnojarsk, vestur af Irkútsk, segja yfirvöld að 944 þorp og bæir séu umluktir reyk frá eldunum sem loga í Jakútíu. Washington Post segir að gróðureldatímabilið í Rússlandi sé eitt það versta í manna minnum og það verði mögulega verra en metárið 2012. Eldarnir í Síberíu nú eru stærri en þeir sem hafa logað í Grikklandi, Tyrklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Kanada samanlagt. Fleiri en 8.600 slökkviliðsmenn, landbúnaðarverkamenn, hermenn og aðrir viðbragðsaðilar berjast við skógarelda sem hafa brunnið á landsvæði sem er nærri því tvöfalt stærra en Austurríki, meira en 161 þúsund ferkílómetrar, frá byrjun ársins, samkvæmt upplýsingum náttúrunverndarsamtakanna Grænfriðunga. Þær byggja á gögnum frá slökkviliðum sem glíma við eldana. Rússnesk yfirvöld leyfa á sama tíma 69 eldum að brenna hindrunarlaust vegna þess að það er of erftt að glíma við þá eða vegna þess að þeir ógna ekki byggð eða innviðum. Þeir eldar eru sagðir hafa brunnið á meira en 20.700 kílómetrum lands. Hitamet slegin og lítil úrkoma Jelena Volusjúk, veðurfræðingur hjá Fobos-veðurmiðstöðinni, segir að lítil úrkoma og óvenjuleg hlýindi á þessu ári knýi eldana í Jakútíu. „Við og við í sumar hafa hitamet verið slegin í Sakha-lýðveldinu,“ segir Volosjúk við AP en Sakha er annað nafn á Jakútíu. Varað var við því að hnattræn hlýnun af völdum manna ylli nú þegar vaxandi veðuröfgum og aftakaatburðum eins og hitabylgjum, þurrkum og gróðureldum. Í Rússlandi má reikna með að sumrin verði enn þurrari og heitari með áframhaldandi hlýnun. Gróður- og skógareldar eru árlegur viðburður í Síberíu en umhverfisverndarsinnar saka rússnesk stjórnvöld um að þagga niður eða gera lítið úr umfangi eldanna og vaxandi hættu vegna manngerðrar hlýnunar. „Í fleiri ár hafa embættismenn og álitsgjafar sagt að eldarnir væru eðlilegir, að barrskógarbeltið brenni alltaf og að það sé engin ástæða til að gera veður úr því. Fólk er vant þessu,“ segir Alexei Jarosjenkó, skógfræðingur hjá Grænfriðungum í Rússlandi við Washington Post. Eldarnir loga í skógi sem vex hægt og er viðkvæmur fyrir eldi. Jarosjenkó segir áhrif eldanna á umhverfið því gríðarleg. Gríðarlegt magn kolefnis er bundið í skóginum sem brennur. Þegar það sleppur út í andrúmsloftið eykur það enn gróðurhúsaáhrifin sem valda enn meiri hlýnun á jörðinni. Rústir þorpsins Bjas-Kuel sem varð gróðureldi að bráð í síðustu viku. Allir íbúar þorpsins voru fluttir burt.AP/NewsYkt Gríðarlegir eldar ár eftir ár Miklir gróðureldar brunnu einnig í Síberíu í fyrra en hitinn í júní var um fimm gráðum hærri en í meðalári þar. Methitinn í fyrra og tvö sumur þar á undan skapaði þá kjöraðstæður fyrir eldana að breiðast út. Aisen Nikolaev, héraðsstjóri Jakútíu, sagðist telja að loftslagsbreytingar væru aðalástæða eldanna í síðustu viku. „Við lifum nú heitustu og þurrustu sumur í sögu veðurathugana frá lokum 20. aldarinnar,“ sagði hann við RIA Novosti-fréttastofuna. Uppfært 12.8.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að eldarnir í Síberíu í ár hefðu brunnið á svæði sem væri nærri því tvöfalt stærra en Ástralía. Það rétta er að svæðið er næstum því tvöfalt stærra en Austurríki.
Rússland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59 Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. 20. júlí 2021 12:05
Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. 11. ágúst 2021 10:59
Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla. 9. ágúst 2021 12:20