Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 17:46 Aguero er á meðal leikmanna sem Barcelona fékk í sumar en geta ekki verið skráðir til leiks hjá félaginu enn um sinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“. Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“.
Spænski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira