Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst með leik Brentford og Arsenal annað kvöld. Breska ríkisútvarpið leitaði til allra sérfræðinga sinna og fékk þá til að spá fyrir um titilbaráttuna.
Alls voru það tuttugu sérfræðingar sem skiluðu inn spá um fjögur efstu sætin og flestir þeirra hafa talsverða reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni.
Premier League predictions 2021-22: BBC Sport pundits pick their top four: https://t.co/hidPkUNYqp
— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021
Það þarf ekki að koma á óvart að flestir spá Manchester City liðinu enska meistaratitlinum eða þrettán af þessum tuttugu. Aðeins einn spái City neðar en öðru sætinu.
Það eru samt sjö sem spá því að Chelsea verði enskur meistari næsta vor og meðal þeirra eru Alan Shearer, Chris Sutton, Matthew Upson og Rob Green.
Það eru einnig bara tveir sérfræðingar sem spá Manchester United öðru sæti en það eru Nedum Onuoha og Lindsay Johnson. Allir aðrir eru með United í þriðja (9) eða fjórða sæti (9).
2021-22 Premier League: Capacity crowds, big signings, new bosses: https://t.co/dnwYtDoy7b
— BBC Football News (@bbcfoot) August 12, 2021
Þrír spá Liverpool öðru sætinu en það eru Rob Green, Danny Murphy og Mark Lawrenson en þeir tveir síðastnefndu spiluðu báðir lengi með Liverpool. Sjö setja Liverpool í þriðja sætið og einn er ekki með Liverpool á topp fjórum en það er Jermaine Beckford. Hann setur Leicester í fjórða sætið.
Þegar allar þessar tuttugu spár eru lagðar saman þá er Manchester City í fyrsta sæti, Chelsea í öðru sæti, Manchester United í þriðja sæti og Liverpool í fjórða sæti.