Öll íslensk lið nema eitt hafa tapað á Pittodrie í Aberdeen: Sir Alex Ferguson sá ekki að þar færu áhugamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 13:31 Leikirnir á móti ÍA 1983 voru fyrstu Evrópuleikir Aberdeen liðsins síðan að Alex Ferguson stýrði liðinu til sigurs á móti Real Madrid í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Hér fagnar hann Evróputitlinum með aðstoðarmanni sínum Archie Knox. Getty/Peter Robinson Breiðablik verður í kvöld fimmta íslenska liðið til að spila Evrópuleik á Pittodrie leikvanginum í Aberdeen og aðeins eitt hinna fjögurra tókst að ná í úrslit. KR-ingar voru ekki aðeins fyrsta íslenska liðið til að spila Evrópuleik í Aberdeen heldur einnig fyrsta liðið sem í Aberdeen mætir á heimavelli í Evrópukeppni. Það var í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1967. KR-liðið átti ekki mikla möguleika og tapaði útileiknum 10-0. Hann var fyrri leikurinn en Aberdeen vann þann síðari 4-1 í Laugardalnum. Fjórtán þúsund manns mættu á leikinn í Aberdeen. 10-0 tap í fyrsta leik íslensk liðs á Pittodrie Frank Munro skoraði þrennu í 10-0 sigrinum en enska liðið Wolverhampton Wanderers keypti hann eftir tímabilið. Jim Storrie skoraði aftur á móti tvívegis í báðum leikjunum. Aberdeen drógst næst á móti íslensku liði í Evrópukeppni bikarhafa 1983. Skagamenn voru þá með sterkt lið, tvöfaldir meistarar í deildinni og áttu eftir að endurtaka leikinn sumarið eftir. Þeir voru hins vegar að mæta ríkjandi Evrópumeisturum bikarhafa sem höfðu unnið Real Madrid í úrslitaleiknum vorið áður. Aberdeen rétt slapp aftur á móti með 2-1 sigur frá Laugardalsvellinum og seinni leiknum í Aberdeen lauk síðan með 1-1 jafntefli. Þessir leikir tóku á fyrir Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóra skoska liðsins, og Skagamenn komu við sögu í ævisögu hans. 12.179 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Grein um leikinn í Dagblaðinu Vísi.Skjámynd/timarit.is/DV Gordan Strachan með markið Gordon Strachan, sem seinna varð leikmaður Manchester United, kom skoska liðinu yfir á 68. mínútu með marki úr vítaspyrnu á Pittodrie leikvanginum en Jón Askelsson jafnaði úr víti á 89. mínútu en Guðbjörg Tryggvason fékk þá vítaspyrnu réttilega dæmda. Í frétt DV kemur fram að stuðningsmenn heimamanna hafi verið svo ósáttir með frammistöðu sinna manna í leiknum að þeir hafi fagnað ákaft þegar Jón jafnaði metin. „Ég er alveg himinlifandi yfir þessum úrslitum. Ég tel þetta glæsilega frammistöðu hjá okkur og það er eftirtektarvert að í þessum leik spiluðum við ekki varnarleik heldur okkar venjulegu taktík, 4-3-3," sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, eftir leikinn. Grein um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Við vorum aftur á móti heppnir gegn þeim í Reykjavík „Skagamenn léku oft það vel að það var ekki hægt að sjá að þeir væru áhugamenn, sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, eftir leikinn. „Þeir áttu svo sannarlega skilið jafntefli hér gegn okkur. Við vorum aftur á móti heppnir gegn þeim í Reykjavík. Ég vona að heppnin verði áfram með okkur á útivöllum i Evrópukeppninni, sagði Ferguson í viðtali sem DV birti eftir leikinn. Við erum allir í sigurvímu þrátt fyrir jafnteflið „Ég á nú bara varla til lýsingarorð. Þetta var stórkostlegt, í einu orði sagt. Við erum allir i sigurvímu þó jafntefli hafi orðið því þetta var náttúrlega ekkert annað en sigur fyrir okkur og það meira að segja stórsigur. Mér fannst nú ekki mikil munur á því að spila við þá hér og heima á Íslandi. Að vísu var Gordon Strachan með þeim núna og þar fer geysisterkur leikmaður en með mikilli baráttu tókst okkur hreinlega að brjóta þá niður. Áhorfendur voru allir komnir á okkar band, púuðu meira að segja á sina menn, sýnilega yfir sig óánægðir með frammistöðu þeirra," sagði Sigurður Jónsson eftir leikinn í viðtali við Dagblaðið Vísi. Grein um leikinn í Morgunblaðinu daginn eftir.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Það gekk ekki eins vel þegar Skagamenn lentu aftur á móti Aberdeen í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1985. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann síðari 4-1 á heimavelli sínum. 14.700 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Valsmenn drógust síðan á móti Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1993. Aberdeen vann fyrst 3-0 í Laugardalnum og svo seinni leikinn 4-0 á heimavelli sínum. Eoin Jess skoraði tvívegis í báðum leikjunum. 10.004 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18.35 en flautað er til leiks klukkan 18.45. Skoski boltinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
KR-ingar voru ekki aðeins fyrsta íslenska liðið til að spila Evrópuleik í Aberdeen heldur einnig fyrsta liðið sem í Aberdeen mætir á heimavelli í Evrópukeppni. Það var í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1967. KR-liðið átti ekki mikla möguleika og tapaði útileiknum 10-0. Hann var fyrri leikurinn en Aberdeen vann þann síðari 4-1 í Laugardalnum. Fjórtán þúsund manns mættu á leikinn í Aberdeen. 10-0 tap í fyrsta leik íslensk liðs á Pittodrie Frank Munro skoraði þrennu í 10-0 sigrinum en enska liðið Wolverhampton Wanderers keypti hann eftir tímabilið. Jim Storrie skoraði aftur á móti tvívegis í báðum leikjunum. Aberdeen drógst næst á móti íslensku liði í Evrópukeppni bikarhafa 1983. Skagamenn voru þá með sterkt lið, tvöfaldir meistarar í deildinni og áttu eftir að endurtaka leikinn sumarið eftir. Þeir voru hins vegar að mæta ríkjandi Evrópumeisturum bikarhafa sem höfðu unnið Real Madrid í úrslitaleiknum vorið áður. Aberdeen rétt slapp aftur á móti með 2-1 sigur frá Laugardalsvellinum og seinni leiknum í Aberdeen lauk síðan með 1-1 jafntefli. Þessir leikir tóku á fyrir Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóra skoska liðsins, og Skagamenn komu við sögu í ævisögu hans. 12.179 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Grein um leikinn í Dagblaðinu Vísi.Skjámynd/timarit.is/DV Gordan Strachan með markið Gordon Strachan, sem seinna varð leikmaður Manchester United, kom skoska liðinu yfir á 68. mínútu með marki úr vítaspyrnu á Pittodrie leikvanginum en Jón Askelsson jafnaði úr víti á 89. mínútu en Guðbjörg Tryggvason fékk þá vítaspyrnu réttilega dæmda. Í frétt DV kemur fram að stuðningsmenn heimamanna hafi verið svo ósáttir með frammistöðu sinna manna í leiknum að þeir hafi fagnað ákaft þegar Jón jafnaði metin. „Ég er alveg himinlifandi yfir þessum úrslitum. Ég tel þetta glæsilega frammistöðu hjá okkur og það er eftirtektarvert að í þessum leik spiluðum við ekki varnarleik heldur okkar venjulegu taktík, 4-3-3," sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, eftir leikinn. Grein um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Við vorum aftur á móti heppnir gegn þeim í Reykjavík „Skagamenn léku oft það vel að það var ekki hægt að sjá að þeir væru áhugamenn, sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, eftir leikinn. „Þeir áttu svo sannarlega skilið jafntefli hér gegn okkur. Við vorum aftur á móti heppnir gegn þeim í Reykjavík. Ég vona að heppnin verði áfram með okkur á útivöllum i Evrópukeppninni, sagði Ferguson í viðtali sem DV birti eftir leikinn. Við erum allir í sigurvímu þrátt fyrir jafnteflið „Ég á nú bara varla til lýsingarorð. Þetta var stórkostlegt, í einu orði sagt. Við erum allir i sigurvímu þó jafntefli hafi orðið því þetta var náttúrlega ekkert annað en sigur fyrir okkur og það meira að segja stórsigur. Mér fannst nú ekki mikil munur á því að spila við þá hér og heima á Íslandi. Að vísu var Gordon Strachan með þeim núna og þar fer geysisterkur leikmaður en með mikilli baráttu tókst okkur hreinlega að brjóta þá niður. Áhorfendur voru allir komnir á okkar band, púuðu meira að segja á sina menn, sýnilega yfir sig óánægðir með frammistöðu þeirra," sagði Sigurður Jónsson eftir leikinn í viðtali við Dagblaðið Vísi. Grein um leikinn í Morgunblaðinu daginn eftir.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið Það gekk ekki eins vel þegar Skagamenn lentu aftur á móti Aberdeen í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1985. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann síðari 4-1 á heimavelli sínum. 14.700 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Valsmenn drógust síðan á móti Aberdeen í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1993. Aberdeen vann fyrst 3-0 í Laugardalnum og svo seinni leikinn 4-0 á heimavelli sínum. Eoin Jess skoraði tvívegis í báðum leikjunum. 10.004 manns mættu á leikinn í Aberdeen. Leikurinn í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18.35 en flautað er til leiks klukkan 18.45.
Skoski boltinn Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti