Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, lítur björtum augum á örvunarbólusetningar eldri borgara sem hefjast í næstu viku. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira