Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara, lítur björtum augum á örvunarbólusetningar eldri borgara sem hefjast í næstu viku. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni. Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Í Laugardalshöll hafa bólusetningar staðið yfir í nær allt sumar en þær voru tímabundið færðar yfir á Heilsugæsluna á Suðurlandsbraut. Höllin verður hins vegar opnuð aftur í næstu viku þar sem bólusetningar munu fara fram. Kennarar og starfsmenn skóla hafa fengið örvunarskammt bóluefnis í þessari viku og er gert ráð fyrir að því ljúki á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að örvunarbólusetningar hafi gengið vel. En er fólk ekkert þreytt að vera að mæta aftur í örvunarskammtinn eftir að búið var að mæla með bóluefni Janssen? „Mér finnst fólk samt taka þessu ótrúlega vel en auðvitað voru margir sem völdu Janssen sérstaklega af því það væri bara ein sprauta og eru þá sannarlega svekktir núna en flestir eru jákvæðir,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk segir örvunarbólusetningu hafa gengið vel til þessa.Vísir/Sigurjón Bólusetja aftur í sömu röð og byrjað var á Fólk sem var bólusett með Janssen fyrr í sumar hefur verið að mæta á Heilsugæslustöðina á Suðurlandsbraut til að fá örvunarskammt en vonast er til þess að endurbólusetning aldraðra á hjúkrunarheimilum hefjist í næstu viku. „Síðan næsti hópur þar á eftir er 80 ára og eldri þannig að við erum koll af kolli að fara aftur í sömu röð og við byrjuðum í byrjun þessa árs,“ segir Ragnheiður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara segist líta björtum augum á að eldri borgarar skuli endurbólusettir og telur örvunarskammtinn nauðsynlegan. „Þetta er svolítið svipað eins og með inflúensubólusetningu, hún er jú endurtekin árlega út af smá breytingum. Nú er delta nýtt afbrigði þannig að ég á von á að þetta sé eitthvað sem við þurfum á að halda,“ segir Þórunn. Skiptir sköpum að örvunarbólusetning fari fram að sumri til Hún segist ekki hafa orðið vör við kvíða vegna endurbólusetningarinnar þó að visst álag fylgi henni. „Auðvitað fylgir þessu visst álag en ég held að öryggislega séð sé fólk bara fegið að það sé hugsað svona vel um það,“ segir hún. Borið hafi á því að fólk hafi verið kvíðið í þriðju bylgjunni en hún telur það skipta sköpum að ráðist skuli í endurbólusetningu að sumri til. „Mér fannst í vetur þegar þriðja bylgjan skall á okkur, þá var eitthvað skammdegi í gangi, og þá varð dálítið bakslag. En ég held bara af því að þetta er sumar að það hjálpi okkur verulega,“ segir Þórunn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira