Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:40 Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira