AIU, eða Athletics Integrity Unit, tilkynnti í dag að eftir að Ólympíuleikarnir hafi verið gerðir upp hafi fundist bæti ostarine og S-23 í blóði Ujah, en þessi lyf hjálpa til við vöðvauppbyggingu og eru á bannlista.
Ef Ujah tapar málinu gæti hann, ásamt liðsfélögum sínum, misst silvurverðlaun sín úr 4x100 metra spretthlaupi karla frá Ólympíuleikunum.
Ujah er ekki sá eini sem sætir rannsókn eftir leikanna, en Sadik Mikhou, 1500 metra hlaupari frá Barein, kúluvarparinn Benik Abramyan frá Georgíu og spretthlauparinn Mark Otieno Odhiambo frá Keníu hafa einnig allir verið settir í bann á meðan rannsókn fer fram.