Náðu tveimur lykilborgum í kvöld Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. ágúst 2021 00:02 Sókn talibana heldur áfram. Þeir ráða nú yfir tveimur af þremur stærstu borgum landsins. EPA/JALIL REZAYEE Talibanar hertóku í kvöld tvær stórar borgir í Afganistan, þær næststærstu á eftir höfuðborginni Kabul. Herlið talibana þrengir stöðugt að höfuðborginni og hefur nú náð yfirráðum í 12 af 34 héraðshöfuðborgum landsins á innan við viku. Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021 Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Þær tvær sem þeir náðu í kvöld, Kandahar og Herat, eru þær stærstu sem talibanar hafa náð á sitt vald hingað til í stríði sínu við stjórnarher Afganistan. Til viðbótar náðu þeir borginni Ghazni á sitt vald í morgun, sem AP fréttaveitan segir að sé afar mikilvæg herfræðilega, því hún sker á aðalleið stjórnarhersins milli höfuðborgarinnar og suðurhéraða landsins. Vísir fjallaði ítarlega um stríð talibana og stjórnarhersins í morgun: Sækja starfsmenn sendiráða Bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda herlið til höfuðborgarinnar til að aðstoða starfsfólk sendiráða sinna við að yfirgefa landið. Um sex hundruð hermenn fara í leiðangurinn frá Bretlandi en um tvö þúsund frá Bandaríkjunum, samkvæmt frétt The Guardian. Þrátt fyrir þetta segja erlendir miðlar að enn sem komið er eigi afganski herinn ekki í hættu á að missa Kabul. Talibanar hafa þó þrengt verulega að borginni í nýrri sókn sem þeir hófu í vikunni en þeir ráða nú yfir meira en tveimur þriðju hluta alls landsvæðis Afganistan. Ríkisstjórnin á að hafa boðið talibönum að ganga að samkomulagi í dag sem myndi felast í því að þeir myndu deila völdum með ríkisstjórn Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og hætta átökunum. Stjórnendur annarrar borgar komust undan Borgin Herat féll í hendur talibana í kvöld eftir linnulausar árásir þeirra í tvær vikur. Þeir börðust þar aðallega við herlið stríðsherrans Ismail Khans, sem styður ríkisstjórnina, og mætti í borgina til að aðstoða við varnir hennar. Ekki er vitað hvað varð um hann eftir að borgin féll, þegar þetta er skrifað. Samkvæmt AP komust héraðsstjóri Kandahar og aðrir stjórnarmenn borgarinnar úr borginni með flugi til Kabul áður en hún féll í hendur talibana í kvöld. Hér má sjá kort frá AFP fréttaveitunni síðan í morgun sem sýnir þróun síðustu vikna: The Taliban's increasing hold over Afghanistan.#AFPgraphics map showing parts of Afghanistan under government control and territories under the influence of the Taliban, from April to August pic.twitter.com/sPjEzgqXFO— AFP News Agency (@AFP) August 12, 2021
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47 Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14 Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Þúsundir leita skjóls í Kabúl en enda á götunni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín víðs vegar um Afganistan undan stórsókn Talibana til höfuðborgarinnar Kabúl. 12. ágúst 2021 06:47
Hver borgin fellur á fætur annarri Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum. 10. ágúst 2021 13:14
Reyndu að myrða varnarmálaráðherrann og heita fleiri árásum á leiðtoga Talibanar gerðu í gær bíræfna tilraun til að ráða varnarmálaráðherra Afganistans af dögum og heita frekari árásum á leiðtoga ríkisstjórnar landsins. Bismillah Khan Mohammadi, ráðherrann, var ekki heima og verðir fluttu fjölskyldu hans á brott. 4. ágúst 2021 11:01