Leikmenn í frönsku deildinni þegar farnir að betla um treyju Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 15:46 Þetta er heitasta treyjan í franska fótboltanum í dag. PSG-treyja Lionel Messi selst upp í verslunum og leikmenn í deildinni dreymir um að fá að skipta um treyju við Messi eftir leikina í vetur. AP/Francois Mori Lionel Messi er komin í frönsku deildina og þar fá margir leikmenn tækifæri til að mæta einum besta knattspyrnumanni sögunnar í fyrsta sinn á ferlinum. Það hefur alltaf verið eftirsóknarvert að skipta um treyju við Messi eftir leikinn og hann er oft með tvær til að verða við óskum einhverja þeirra sem langar í treyjuna hans. Some players in the league are so 'excited' that they are desperately 'begging' to get Lionel Messi's shirt No other footballer could have this much of an effect on other professional players https://t.co/CJKLqHokU9— SPORTbible (@sportbible) August 13, 2021 Eftir öll þessi ár í spænsku deildinni þá eru margir leikmenn komnir með Messi treyju í safnið. Messi sjálfur á líka mjög myndarlegt treyjusafn líka. Erlendir fjölmiðlar segja frá miklum áhuga leikmanna úr frönsku deildinni að fá treyju Messi í vetur. Cesc Fabregas, fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður Monakó liðsins segir nokkra leikmenn í sínu liði sárlanga í Messi treyju. Það eru sérstaklega þeir ungu í liðinu sem eru að biðja Fabregas um að hjálpa sér að redda treyjuskiptum við Messi þegar liðin mætast á þessu tímabili. Fabregas og Messi þekkjast síðan þeir voru samn í Barcelona akademíunni. Þeir spiluðu líka seinna saman um tíma hjá Barcelona. „Það er mjög sérstakt fyrir þessa deild að Leo sé kominn í hana. Undanfarin ár hefur PSG reynt að vinna með stórum nöfnum en auðvitað er Leo sá allra stærsti. Það er enginn eins og hann. Gæðin aukast með honum,“ sagði Cesc Fabregas. „Þegar PSG vinnur ekki deildina þá sjá menn það sem stórslys. Þeir gafa eytt miklum pening og allir tala um að þetta sé eins liðs deild. Það verður líka vera pressa á þeim með þetta ofurlið. Það lítur út fyrir að þetta sé síðasta aldan af leikmönnum með því að fá Messi, Sergio Ramos og Gini Wijnaldum en við sjáum til hvert þeir komast,“ sagði Cesc. Franski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Það hefur alltaf verið eftirsóknarvert að skipta um treyju við Messi eftir leikinn og hann er oft með tvær til að verða við óskum einhverja þeirra sem langar í treyjuna hans. Some players in the league are so 'excited' that they are desperately 'begging' to get Lionel Messi's shirt No other footballer could have this much of an effect on other professional players https://t.co/CJKLqHokU9— SPORTbible (@sportbible) August 13, 2021 Eftir öll þessi ár í spænsku deildinni þá eru margir leikmenn komnir með Messi treyju í safnið. Messi sjálfur á líka mjög myndarlegt treyjusafn líka. Erlendir fjölmiðlar segja frá miklum áhuga leikmanna úr frönsku deildinni að fá treyju Messi í vetur. Cesc Fabregas, fyrrum liðsfélagi Messi hjá Barcelona og leikmaður Monakó liðsins segir nokkra leikmenn í sínu liði sárlanga í Messi treyju. Það eru sérstaklega þeir ungu í liðinu sem eru að biðja Fabregas um að hjálpa sér að redda treyjuskiptum við Messi þegar liðin mætast á þessu tímabili. Fabregas og Messi þekkjast síðan þeir voru samn í Barcelona akademíunni. Þeir spiluðu líka seinna saman um tíma hjá Barcelona. „Það er mjög sérstakt fyrir þessa deild að Leo sé kominn í hana. Undanfarin ár hefur PSG reynt að vinna með stórum nöfnum en auðvitað er Leo sá allra stærsti. Það er enginn eins og hann. Gæðin aukast með honum,“ sagði Cesc Fabregas. „Þegar PSG vinnur ekki deildina þá sjá menn það sem stórslys. Þeir gafa eytt miklum pening og allir tala um að þetta sé eins liðs deild. Það verður líka vera pressa á þeim með þetta ofurlið. Það lítur út fyrir að þetta sé síðasta aldan af leikmönnum með því að fá Messi, Sergio Ramos og Gini Wijnaldum en við sjáum til hvert þeir komast,“ sagði Cesc.
Franski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira